Örvitinn

Einfalt að segja sig úr ríkiskirkjunni

Fólk getur haft ýmsar ástæður fyrir því að yfirgefa ríkiskirkjuna. Sumir eru einfaldlega ekki trúaðir en aðrir telja sig eiga heima í öðru trúfélagi. Flestir voru skráðir í ríkiskirkjuna við fæðingu og hafa aldrei haft neitt um málið að segja.

Það er einfalt að breyta skráningu. Það eina sem þarf að gera er að fylla út eyðublað (pdf skjal) og koma til Þjóðskrár. Annað hvort skutlast með það að skrifstofuna í Borgartúni, senda með pósti (Þjóðskrá | Borgartúni 24 | 150 Reykjavík ) eða símbréfi í s. 569 2949.

Ef þið hafið af einhverjum ástæðum verið að velta því fyrir ykkur undanfarna daga að breyta trúfélagsskráningu vil ég hvetja ykkur til að láta verða af því núna. Það er hætt við því að þetta gleymist annars og ríkiskirkjan og allir hennar prestar starfi áfram í ykkar nafni.

kristni