Örvitinn

Stjörnublaðamaður fær of há laun

Eiríkur Jónsson reiknar ekki rétt.

Sé í Mogganum að fjármálaráðherra ætlar að auka skattbyrði mína um 8 prósent. #

Ef Eiríkur er með 800.000,- krónur á mánuði hækka skattar hans ekki um átta prósent.

Á laun milli 5-700þ leggjast 3% aukalega. Þetta bætist bara á þessar 200þ krónur. Á laun yfir 700þ bætast önnur 5%.

Þannig að 200þ * 0.03 = 6.000 + 100þ * 0.5 = 5.000 = 11.000. Þetta er 1.375% af heildarlaunum. Af 800 borgaði hann áður 31.924% skatt eða 255þ á mánuði (reiknað með þessu), nú hækkar það væntanlega í 266þ eða 33.298% af heildarlaunum. Þetta er 4.3% hækkun á sköttum fyrir þá sem hafa 800þ á mánuði. N.b. ekki hækkun um 4.3 prósentustig, m.ö.o. margföldum fyrri skatta með 1.043 til að fá nýja skatta.

Fyrir milljón á mánuði er tölurnar 200þ * 0.03 + 300þ * 0.05=21.000, hækkun úr 329.800,- í 350.800,- eða 6.3% hækkun á skattgreiðslu.

Ef Eiríkur er kvæntur þurfa tekjur eiginkonu hans að vera sambærilegar til að þessi hækkun lendi á honum.

Umræða um breytingar á skattkerfi þurfa að vera vitrænar. Ef ég hef klúðrað einhverju hér megið þið gjarnan leiðrétta mig.

Áður hefur komið fram að ég er skeptískur á þrepaskiptingu skatta.

pólitík
Athugasemdir

eiríkur jónsson - 25/03/09 12:36 #

Misskildi þetta - sorrí! eir

Matti - 25/03/09 13:07 #

Ég held þú sért ekki einn um það enda hefur umræðan undanfarið um þessar hugmyndir ekki verið mjög gagnleg.