Örvitinn

Fóstureyðingar og veraldarhyggjumenn

Mæli með lestri á fósturdeyðingarpistli kaþólklikkans Jóns Vals. Ágætt innsýn í hugarheim trúarnöttara.

Til viðbótar þessum aðgerðum er hins vegar komin önnur útrýmingaraðferð og jafnvel sú þriðja og fjórða ("þökk" sé veraldarhyggjumönnum á Alþingi, Ingibjörgu Pálmadóttur, Guðrúnu Ögmundsdóttur, Bjarna unga Benediktssyni o.fl.). #

Úff, slæmt að hafa "veraldarhyggjumenn" á Alþingi. Þar eiga náttúrulega bara að vera yfirnáttúruspekingar og trúarnöttarar. Hvernig í ósköpunum er hægt að nota orðið "veraldarhyggjumenn" í neikvæðri merkingu? Hvað næst, níðum við "skynsamt" fólk? Drulla yfir "ábyrga" einstaklinga?

Af hverju er ekki búið að banna þetta kaþólska mannvonskukölt hér á Íslandi? Ekki það að ég vilji banna svona hluti, en það er a.m.k. slæmt þegar svona költ nýtur opinbers stuðnings og starfar með verndaðri stofnun (ríkiskirkjunni).

kristni
Athugasemdir

Sindri Guðjónsson - 26/03/09 08:34 #

Það er ánægjulegt að líklegur formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sé "veraldarhyggjumaður" að mati Jóns Vals.

Matti - 26/03/09 10:18 #

Tja, þó JVJ dæmi einhvern veraldarhyggjumann þarf það ekki að segja mikið :-)

Það sem ég er hræddastur um er að Sjálfstæðisflokkurinn hlusti meira á fólk eins og JVJ heldur en fólk eins og mig og þig.