Örvitinn

Fíkniefnaáróður

Frétt um að fermingarbörn reyki maríjúana minnir mig á aðrar fréttir, t.d. um unglingsstelpur sem voru svo illa farnar af endaþarmsmökum að þær þurftu að ganga með bleyju eða tottuðu belli til að komast í teiti. Þetta er einfaldlega áróður sem fjölmiðlar eiga ekki að birta gagnrýnislaust.

Ég sagði frá því um daginn að þegar prósentur voru skoðaðar í skóla minna barna kom í ljós að um afskaplega fáa einstaklinga var að ræða.

Í fréttinni stendur:

Þetta sé orðin svo viðurkennd neysla að þau telja að þetta sé allt í lagi. Sú blekking sé í gangi að þetta sé ekki jafn slæmt og hass, áfengi eða önnur fíkniefni.

Það er staðreynd að maríjúana er ekki jafn skaðlegt unglingum og áfengi, hass eða önnur fíkniefni. Það er ekki gagnlegt í umræðunni að segja ósatt því unglingarnir hafa aðgang að upplýsingum og sjá að verið er að ljúga. Maríjúana er óhollt ávanabinandi fíkniefni, það er staðreynd, en það er vægara en áfengi og hass.

Ég er afskaplega skeptískur á að fermingarbörn séu að reykja maríjúana í stórum stíl. En hver veit, kannski er vandinn fundinn. Er ekki málið að leggja niður fermingarnar og þá leysist vandinn!

Annars held ég að tilgangur fréttarinnar sé fyrst og fremst sá að réttlæta stríð lögreglunnar gegn maríjúana. Einu aðilarnir sem græða á því stríði eru erlendar glæpaklípur sem flytja fíkniefni til landsins og selja.

eiturlyf
Athugasemdir

Nafnlaus - 26/03/09 15:29 #

Ég held að vímuefni fyrir unglinga hvaða nafni sem þau heita séu mjög hættuleg og skemmandi fyrir þau. Það er vísindalega sannað að óþroskaður heili unglinga er í miklu meiri hættu að verða háð vímuefnum t.d. grasi áfengi sígarettum heldur en heili fullorðins fólks þannig að því seinna sem þú byrjar að nota vímuefni því betra.

Varðandi þessa umræðu varðandi skaðsemi kannabisefna finnst mér þurfa vitræni umræðu og þegar maður horfir á umræðu um gras í sjónvarpinu finnst mér vanta rökin fyrir því hversvegna gras er hættulegt og bannað það er yfirleitt þetta er hættulegt af því bara og ekki komið með nein rök fyrir af hverju þetta er hættulegt og hættulegra en áfengi.

Það eina sem mér fannst meika sens í kastlósinu í gær þegar fjallað var um þessi mál var að þetta geti leitt af sér að fólk fari út í sterkari efni sem er bara eðlilegt af því að flestir sem eru að selja gras eru líka að selja sterkari efni. Það var líka sagt í gær að flestir sem fara út í sterk efni byrja í grasi ég hefði haldi að flestir byrjuðu að nota áfengi en það virðist vera misskilið að áfengi er vímuefni líka en flest fólk virðist finnast áfengi sára saklaust af því að það er löglegt. Ég hef ekki tölfræðina á hreinu en það hljóta að deyja miklu fleiri af völdum áfengis og reykinga en kannabisefna. Að lokum það virðist vanta alla skynsama umræðu um þessi mál.

Jóhannes Proppé - 27/03/09 00:00 #

Það er klárlega of mikið gert úr þessu grasrugli. Þótt ég sé daglega að umgangast fólk sem ekki þætti húsum hæft í heilbrigðu samfélagi, þá þyrfti ég raunverulega að hafa fyrir því að verða mér út um gras. Það er ekki verið að halda pokum að þessu að öllum landsmönnum, eins og sumir vilja láta virðast.