Örvitinn

Vínbúðin að morgni dags

Ég get ekki að því gert, en mér þykir dálítið óþægilegt að versla í vínbúðinni snemma að morgni. Finnst eins og ég þurfi að afsaka mig.

Er svo með bullandi fordóma gagnvart hinum sem ég sé í búðinni á sama tíma. Þetta fólk á örugglega við áfengisvandamál að stríða hugsa ég og skelli tveim bjórkössum og pela á afgreiðsluborðið.

dagbók
Athugasemdir

Eggert - 27/03/09 11:58 #

Er maður ekki alki ef maður hefur áhyggjur af því að fólk haldi maður sé alki af því maður versli svo mikið áfengi, þó svo maður sé bara að versla fyrir starfsmannafélagið?

Sko, það er best að dreifa innkaupunum á nokkur útibú. Getur bara afsakað þig með því að þú sért að leita að rauðvíninu sem þú fékkst með nýárssteikinni, eða eitthvað. Þú munir ekki alveg nafnið, en miðinn var röndóttur. Svo segirðu bara upphátt: "Jæja, best að kaupa tvær kippur fyrst maður er í ríkinu hvort eð er."

Guðsteinn Haukur - 27/03/09 13:36 #

Öss ... hvað skiptir það máli hvort þú sért snemma að ná í veigarnar. Ef fólk er alltaf að fyrirdæma hvort annað fyrir svona lagað þá fáum við öll einhvern "stimpil" einhvern daginn, forðumst slíkt!

En varstu búinn að rekast á þessa grein Matti? http://www.dv.is/frettir/2009/3/27/nadu-ljosmynd-af-draugi/

hehehe ... er þetta ekki e-ð fyrir ykkar ágæta söfnuð? ;)

Matti - 28/03/09 11:34 #

Þessar draugamyndir verða sífellt ómerkilegri!