Örvitinn

Heiðingjar og trúleysingjar

Mér finnst ekki ganga upp að tala um trúleysingja sem heiðingja. Gvuðleysingi eða trúleysingi eru ágætis orð, jafnvel þó menn reyni iðulega að snúa úr seinna orðinu.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Haukur - 29/03/09 17:02 #

Sammála, þessi frétt hljómar ankannanlega. Var Stalín heiðingi? Var Rússland heiðið á dögum Sovétríkjanna? Kannski í mjög víðri merkingu en þetta hljómar ekki alveg rétt. Heiðingjar í Rússlandi eru frekar þessir eða þessir.

Nonni - 29/03/09 23:01 #

Heiðingi er sá sem stundar sína trú á heiði. Þetta er bein þýðing á orðinu "pagan". Þetta hefur samt lengi verið notað í merkingunni "infidel", það er skammarútgáfan af "trúleysingi". Þetta hljómar vissulega hálffáránlega í þessari frétt.

hildigunnur - 29/03/09 23:53 #

hmm, kannski, en mér finnst samt heiðingi vera drulluflott og væri stolt af að vera heiðin. Hreint ekkert skammarlegt.

Matti - 29/03/09 23:55 #

Mér finnst það heldur ekki (beinlínis) skammaryrði, bara dálítið ruglandi.

Eggert - 30/03/09 10:53 #

Ég er sammála, mér finnst þetta bara hreinlega rangt. Enska greinin á spiegelonline notar orðið atheist, og sú þýska orðið gottlos. Þessi tenging við heiðni kemur því í meðförum moggans.

Legopanda - 30/03/09 20:34 #

Mér finnst þetta villandi og frekar kjánalegt, því allt fólk lærir í skólum að heiðingjar voru þeir sem þráuðust við að blóta ásana þegar allir aðrir vor farnir að tilbiðja Jesú. Þetta er ekki alveg það sama og fólk sem segist ekki trúa á neitt án sannana, neitt yfirnáttúrulegt.