Örvitinn

Aprílgabb Fréttablaðsins - John of God

Lúmskt aprílgabb í Fréttablaðinu á myndasögusíðunni (bls. 22) þar sem Alma Guðmundsdóttir leikur sér að staðalímyndum og þykist vera greindarskert ljóska þegar hún lýsir því yfir að John of God sé kraftaverkalæknir og hjálpi fjölda fólks "núna, á þessari stundu".

Dálítið lúmskt en gott djók. Maður gæti nefnilega alveg trúað því í smá stund að fólk sé svona klikkað því klikkað fólk er jú til, en svo fattar maður að þarna er farið snyrtilega yfir strikið.

Ég vona a.m.k. að þetta sé aprílgabb.

efahyggja
Athugasemdir

Lesandi Fréttablaðsins - 01/04/09 19:43 #

Ég held að þetta sé aprílgabb Fréttablaðsins.

Matti - 02/04/09 08:27 #

Síðan sem lesandi vísar á er í tómu rugli.

Svo það sé á hreinu, þá vissi ég vel að pistill Ölmu var ekki aprílgabb heldur bara kjánalegur pistill auðtrúa manneskju.