Örvitinn

Tækni-"fréttir" AMX

Kíkti á tæknifréttir á fréttasíðu íslenskra repúblikana og sá tilkynningu um smátölvu frá Nýherja. Af hverju er AMX að segja frá því, er eitthvað merkilegt við þessa tölvu?

Tja, ég veit ekki (popup gluggi). Kannski vegna þess að Nýherji kaupir auglýsingar.

Gaman að sjálfstæðum og áreiðanlegum "fjölmiðlum".

fjölmiðlar
Athugasemdir

Jón Magnús - 02/04/09 15:57 #

Og það virðist sem "AMX" type vefir skjótist upp eins og gorkúlur. Núna var verið að opna http://vollurinn.is/ sem er svipuðum dúr. Hver einasta "frétt" er skot á andstæðinga XD.

Er hægt að kalla þetta fréttavefi? Ætti frekar að vera fréttaflokksvefir XD.

Matti - 02/04/09 16:05 #

Þetta er einfaldlega taktík sem Sjálfstæðisflokkurinn er að taka upp eftir systurflokki sínum í Bandaríkjunum.

Lénið vollurinn.is er skráð á Steingrím Sigurgeirsson. Það er væntanlega fyrrverandi aðstoðarmaður Menntamálaráðherra og 9. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.

hildigunnur - 03/04/09 01:08 #

heh, heh, einhverju verða þeir jú að finna upp á...