Örvitinn

Gamlar ljósmyndir og gangur lífsins

Eins og og ég hef gaman að því að skoða gamlar ljósmyndir verð ég alltaf dálítið niðurdreginn þegar ég pæli í því að allir sem á þeim eru hafa fallið frá. Engu máli skiptir þó fólkið á myndunum tengist mér ekki.

Hópmynd af Solvay ráðstefnunni 1927

Ljósmynd er andartak, maður horfir á fólkið, andlitin, fatnaðinn, umhverfið og veltir fyrir sér hvernig restin af deginum, vikunni, árinu hafi verið. Börn að leik á gamalli ljósmynd eru fyrir löngu búin að ganga í gegnum ferlið, náðu vonandi að verða gamalmenni.

Svo finnst okkur tíminn stundum lengi að líða, kvörtum yfir því að hlutirnir gerist ekki nógu hratt. Verðum einn dag andlit á gamalli ljósmynd.

Ýmislegt
Athugasemdir

Haukur - 03/04/09 08:57 #

Hugljúft Barcelona-myndband. Það hlægir mig að þarna höfðu þeir unnið við Sagrada Família í aldarfjórðung og enn þann dag í dag eru þeir ekki búnir að klára hana.