Örvitinn

Kreppan og gagnrýnin hugsun

Lárus með áhugavert sjónarhorn í kreppuumræðuna.

Skortur á gagnrýnni sjálfstæðri hugsun

Mér leiðast oft samlíkingar við trúarbrögð en í þessu tilfelli verður varla hægt að líta fram hjá þeim. Líkt og í trúarbrögðum kemur allt gott frá því sem aðhyllst er en það vonda er öðrum að kenna. Þegar flugvél nauðlendir og farþegar bjargast var guð þar að verki, þegar flugvél ferst með manni og mús kemur guð hvergi þar nálægt. Þegar uppgangur er í þjóðfélaginu er það kenningunni að þakka, þegar kreppan kemur eru það andstæðar kenningar sem skemma fyrir hinni tæru lífssýn.

vísanir
Athugasemdir

Lalli - 03/04/09 20:13 #

Nú get ég tékkað á því í teljaranum hversu vinsæll bloggari þú ert í raun ;)

Matti - 03/04/09 20:53 #

Úff, það er nú ekki merkileg traffík sem fer hér í gegn. Ég er enginn Jónas (en hver er það) :-)

Lalli - 03/04/09 21:30 #

Einungis vefir á borð við Wiki og Google ná að keppa við Jónas.