Örvitinn

Fréttablaðið og kaldar fermingar

Í Fréttablaðinu á laugardag er liður sem heitir Mælistikan. Meðal þess sem Fréttablaðsfólki þykir kalt eru Borgaralegar fermingar.

Borgaralegar fermingar. Er það ekki dálítið mikið 2007 að krakkarnir sem trúa ekki á guð heimti líka fermingargjafir

Uh, er ekki dálítið mikið 1807 að "krakkarnir sem trúa ekki á guð" fermist í kirkju til að fá fermingargjafir eða vegna þess að þau þora ekki að vera öðruvísi (eins og ég). Kirkjufólk veit jafnvel og ég að það er ekkert að marka trúarjátningu fermingarbarna. Allar kannanir sína að eftir fermingu missa börnin þessa meintu trú og mæta aldrei framar í kirkju nema þegar þau neyðast til þess.

Ég er alltaf jafn hissa á því hvað fólk er gjarnt á að opinbera fordóma sína gagnvart borgaralegum fermingum og þeim börnum sem fermast með þeim hætti.

Gaman að því að á síðu 58 er rætt við fólk um fermingargjafir þeirra. Nokkrir þeirra eru ekki mjög kristnir, þar á meðal yfirlýstir trúleysingjar.

fjölmiðlar kristni
Athugasemdir

Eyja - 06/04/09 12:48 #

Úff. Ég veit ekki við hvaða ártal ég vil kenna þá hugmynd að eðlilegt sé að múta börnum til að játa trú, en siðlaus er hún.

GH - 06/04/09 14:04 #

Tek undir þetta með ykkur Eyju. Þarf að kíkja á þetta blað.

hildigunnur - 06/04/09 17:07 #

æh, gat nú verið! Hlustum ekki á þetta. (amm, veit að mér fannst þetta einu sinni en ég hef nú alveg snúist við og er að reyna að fá yngri dótturina inn í Siðmenntarferminguna). Ég mun samt ekki segja nei, ef hún kýs að fermast í kirkju. Bít þá bara í það súra...