Örvitinn

Grilltíðin hófst í gær

Á hverju ári færi ég það til bloggs þegar ég grilla í fyrsta skipti. Það gerðist í gærkvöldi. Ekki var grillmaturinn merkilegur í þetta skipti, ég grillaði pylsur. Bæði feitar pepperonipylsur og Vínarpylsur frá Sláturfélagi Suðurlands.

Í fyrra grillaði ég fyrst 13. apríl þannig að ég er aðeins fyrr á ferðinni í ár.

Enginn bjór var drukkin við grillið í þetta skipti.

dagbók
Athugasemdir

Eygló - 06/04/09 18:24 #

Gaman að geta rakið sig aftur til 2006 með fyrsta grillið. Og aðalspennuatriðið er auðvitað hvort bjór var var með í spilinu eða ekki ;-)

Matti - 06/04/09 18:28 #

Ég hef klikkað á að setja vísanir í eldri færslur, þarf að laga það. 2004 er líka þarna og einnig 2003. Ég held ég hafi klikkað á þessu árið 2005 en bloggaði þó um garðvinnu og grill seinnipart apríl það ár.

Er þetta ekki alveg jafn góður mælikvarði á vorið og snjórinn á Esjunni? :-)