Örvitinn

Málþóf sjálfstæðisflokksins

Ég er ekki á móti málþófi, tel nauðsynlegt að minnihluti geti notað málþóf í vissum tilvikum.

Aftur á móti finnst mér ótrúlega hallærislegt að Sjálfstæðismenn reyni að neita því að þeir stundi málþóf á þeim forsendum að þeir tali ekki jafn lengi og aðrir áður. Alveg eins og það er hallærislegt þegar þeir reyna að réttlæta málþóf sitt með því að aðrir hafi raulað á þingi á undan trúarnöttaranum.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur settu lög um þingsköp sem koma í veg fyrir að þingmenn geti talað jafn lengi og áður, ræðutími þingmanna er takmarkaður við fimmtán mínútur, tvöfalt það í sérstökum tilvikum. Sjálfstæðismenn tala nákvæmlega jafn lengi og þeir mögulega geta, ef þeir gætu talað í sex klukkutíma myndu þeir örugglega gera það - en þeir geta það ekki þökk sé þeim sjálfum.

Köllum hlutina sínum réttu nöfnum. Sjálfstæðismenn stunda málþóf nú alveg eins og aðrir á undan þeim. Sjálfstæðismenn vilja koma í veg fyrir breytingar á Stjórnarskrá og lög um Stjórnlagaþing.

Næsta ríkisstjórn þarf að samþykkja breytingar á Stjórnarskrá til að þær taki gildi. Sjálfstæðismenn eru fyrir löngu búnir að játa sig sigraða og gera sér grein fyrir því að þeir munu ekki koma nálægt þeirri ríkisstjórn. Þess vegna stunda þeir málþóf.

pólitík