Viðskiptablaðið og Draumalandið
Viðskiptablaðið vísar á umfjöllun um Draumalandið tæpum klukkutíma eftir að hún var vistuð á kvikmyndir.com* og áður en nokkur vísun á umfjöllunina er komin á forsíðu kvikmyndir.is (kvikmyndir.is og kvikmyndir.com er sitthvor vefurinn, minn ruglingur).
Höfundur umfjöllunarinnar sat eitt sinn í stjórn frjálshyggjudeildar Heimdallar. Hver veit, kannski þekkir hún einhvern frelsisverndara hjá Viðskiptablaðinu.
Ég véfengi ekki umfjöllunina af þessum ástæðum, er sjálfur orðinn dálítið þreyttur á heimildar/áróðursmyndum í stíl Moore og hef gagnrýnt hér. Ætla að sjá Draumalandið og taka afstöðu til myndarinnar sjálfur. Var nokkuð hrifinn af bókinni á sínum tíma.
* Last-Modified: Tue, 07 Apr 2009 23:46:27
Pétur Þorleifsson - 10/04/09 10:13 #
Hvað finnst þér um þessa heimildarmynd,Kónga ?
http://video.google.com/videoplay?docid=-16066973522597708&q=k