Duga þrjátíu milljónirnar til?
Jafnvel hörðustu stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hljóta að játa að nú er nóg komið. 30 milljónirnar frá FL Group geta ekki verið annað en dropinn sem fyllir mælinn. Ég trúi því ekki að fólk getið réttlætt það að kjósa flokkinn eftir að í ljós er komið að hann þáði þennan styrk þremur dögum áður en lög voru sett sem hefðu bannað það. Siðleysið er fullkomið.
En fólk mun örugglega finna einhverja ástæðu til að kjósa flokkinn. Þetta voru einhverjir aðrir, þetta var í gamla daga - flokkurinn hefur breyst, aðrir hafa líka þegið styrki og svo framvegis.
Stjórnmálaflokkur sem þiggur þrjátíu milljóna styrk frá stórfyrirtæki er ekki sjálfstæður.
Sindri Guðjónsson - 08/04/09 13:06 #
Ég held að þetta muni reynast flokknum mjög dýrkeyptur styrkur. Munu missa talsvert af atkvæðum útaf þessu.
Halldór E. - 08/04/09 14:32 #
Sem "sannkristinn maður" þá blöskrar mér aðallega Biblíuvísunin í þessari greiðslu. 29 eða 31 hefði verið í lagi, En 30? Ég veit svo sem ekki hvert gengið á silfurpeningum er í dag, en táknrænt séð hlýtur það að vera milljón.