Örvitinn

Þar fór Meistaradeildin

Chelsea var betra liðið í kvöld og verðskuldaði sigurinn. Fyrri hálfleikur byrjaði vel en svo var Chelsea hættulegra það sem eftir var leiks. Seinni hálfleikur hreinasta hörmung hjá Liverpool Vinstri kanturinn lélegur allan leikinn.

Meistaradeildin er búin í ár, ég vona bara að þetta tap hafi ekki drepið stemminguna í Liverpool liðinu algjörlega.

boltinn
Athugasemdir

Þórhallur Helgason - 09/04/09 13:06 #

Verð að viðurkenna að það hlakkaði í mér í gær þegar ég horfði á Chelsea nánast flengja Liverpool í seinni hálfleik. Liverpool eiginlega skítheppnir að tapa ekki stærra...

Ef Porto slær út United (sem verður að teljast líklegt) get ég þó allavega huggað mig við það að Chelsea ætti að klára Liverpool... ;)

Matti - 09/04/09 13:32 #

Að sama skapi voru United náttúrulega skítheppnir að tapa ekki fyrir Porto (og Aston Villa) ;-)

En svona er þetta bara. Verst að ég gæti trúað Chelsea til að vinna Barcelona.

Þórhallur Helgason - 09/04/09 14:02 #

Satt og rétt, United áttu að tapa báðum síðustu leikjum...

Bah, frekar Chelsea en Liverpool... :D