Örvitinn

Almannatengill notar mynd frá mér

Andres Jónsson á að vera nógu sjóaður á blogginu til að taka ekki myndir frá fólki sem gæti lesið bloggið hans (eða fengið ábendingar um það frá öðrum). Hvað þá að hotlinka myndina þannig að eigandi hennar ræður í raun hvað birtist á bloggsíðu Andrésar.

Ég ætli að setja klám á síðuna hans en samviskan (eiginkonan) stoppaði mig.

Svona leit færslan út áður en ég komst í hana, en svona eftir. Myndin er tekin frá þessari færslu minni.

Lexían er semsagt sú að ef þú ætlar að nota mynd frá mér án leyfis er algjört lágmark að stela myndinni almennilega og hýsa hana á þínum vefþjóni.

Annars er ég ótrúlega líklegur til að leyfa fólki að nota myndir frá mér ef það spyr.

Við þessar æfingar uppgötvaði ég að domain nafnið örvitinn.com rann út án þess að ég hefði hugmynd um það.

kvabb
Athugasemdir

Andrés - 09/04/09 21:22 #

Fyrirgefðu vinur. Þetta er svo falleg mynd. Rímaði vel við innihaldið.

Leiðinlegt að þú þurfir ábendingu til að lesa bloggið mitt :) Ég fer á þitt bara í gegnum Blogggáttina.

Matti - 09/04/09 21:31 #

Ég les allt á gáttinni, þar með talið bloggið þitt. Hafði bara eytt smá tíma við eldamennsku og át.

Matti - 09/04/09 21:34 #

Einu sinni lokaði ég fyrir svona misnotkun (hotlinking) en átti eftir að setja þá virkni inn á nýja vefþjóninn. Þarf að huga að því máli.

Andrés - 09/04/09 21:40 #

Skil þig.

Ég er annars á kafi í netglæpunum þennan daginn. Bíð óþreyjufullur eftir því að LOST skili sér í gegnum Pirate Bay.

Matti - 09/04/09 21:48 #

Já en við þú ert búinn að borga fyrir áskriftina að RÚV, það er allt annað ;-)

Matti - 09/04/09 21:57 #

Já og hvað varð um amx/fox bloggfærsluna þína?

Andrés - 09/04/09 22:52 #

AMX færslan birtist á morgun. Fannst full mikið að birta þrjár færslur á kvöldi.

Ætlaði að vista hana en birti hana óvart í 2 mín.