Örvitinn

Viðskiptasiðfræðing dreymir um brauð

Viðskiptasiðfræðingurinn með prestdrauminn sagði sig úr stjórn SUS. Siðleysið gekk víst fram af honum.

Afsakið meðan ég æli.

Viðskiptasiðfræðingurinn siðlausi er enn í ákafri leit að brauði. Þarna sá hann tækifæri til að hampa sér, vekja á sér athygli, troða á félögum sínum og setja sig á stall meðan flokksfélagarnir sleikja sárin.

Hann er ennþá siðlaust fífl.

Tilvalið prestefni.

dylgjublogg
Athugasemdir

Arnold - 11/04/09 09:17 #

Verð að fá að taka undir þessi orð.

Herder - 11/04/09 13:47 #

Sagði þessi Stefán af sér sem gjaldkeri nemendafélags Verslunarskólans fyrir nokkrum árum? Var það fyrir einhverja óreglu?

Matti - 11/04/09 14:48 #

Eitthvað rámar mig í það mál. Var einhver óregla í gangi þá? Ég veit það ekki.

Stefán Einar - 11/04/09 19:07 #

Leiðinlegt að sjá tilskrif af þessu tagi og að tilefnislausu.

Rétt er að benda á það að ég er ekki í ákafri leit að brauði eins og haldið er fram. Ég hef einu sinni sótt um embætti innan kirkjunnar og það var síðastliðið haust. Síðan þá hafa mörg áhugaverð embætti og spennandi verið auglýst en um þau hef ég ekki sótt, enda er ég í spennandi og góðu starfi. Fyrir það er ég þakklátur.

Afsögn mín úr stjórn SUS kom til af því að með því vildi ég mótmæla framgöngu fyrrum formanns flokksins og einkennilegri ályktun stjórnarinnar um eitt alvarlegasta spillingarmál sem komið hefur upp í stjórnmálum hér á landi á síðustu árum.

Varðandi þessar dylgjur í tengslum við afsögn mína úr embætti féhirðis nemendafélagsins í VÍ þá er rétt að taka það fram að hún kom til vegna harkalegra deilna sem risu innan stjórnarinnar þar sem ég varð undir, slíkt getur hent. Engin óregla var í gangi þar og það hefur margsinnis verið staðfest. Það er ómaklegt að halda fram einhverju því sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Matti - 11/04/09 21:41 #

Er óværan og bakbíturinn ekki mættur.

hildigunnur - 12/04/09 12:24 #

vó, hvað er með heiftina? :O

Mér fannst þetta bara mjög flott hjá honum.

Matti - 12/04/09 12:46 #

Þetta á sér smá forsögu. "Óværa" og "bakbítur" eru hvoru tveggja einkunnir sem ég fékk frá Stefáni Einari.

Stefán Einar stóð á sínum tíma fyrir einni siðlausustu persónuárás sem ég hef séð á netinu, þegar hann laug upp á fyrrum samnemanda sinn vegna þess að sá er nú yfirlýstur trúleysingi.

Ég tel semsagt að Stefán Einar sé gjörsamlega siðlaus og á því erfitt með að skoða gjörðir hans í öðru ljósi. Líkt og guðfræðingar lesa Biblíuna í ljósi krists les ég gjörðir Stefáns í ljósi siðleysis.

Sindri Guðjónsson - 12/04/09 13:20 #

Ég þekki sæmilega til hjá sus. Þar hafa verið tvær fylkingar, og hefur sú fylking sem kennd hefur verið við Deigluna verið ofaná að undanförnu. Stefán tilheyrir hinni. Ef ég man rétt hefur Stefán talið sumt fólkið í Deiglu hópnum siðlaust árum saman, og lét þá skoðun sína í ljós t.d. á landsfundi ungra á Stykkishólmi úr ræðupúlti, þegar Borgar Þór var kjörinn formaður SUS.

Ég er sammála Stefáni að ályktun stjórnar SUS var vond. Þarna átti fremur að harma spillinguna, en að hrósa mönnum.

Arnold - 12/04/09 13:41 #

Mig langar að minna á framgöngu Stefáns þegar ríkiskirkjan hóf rætið áróðursstríð gegn Siðmennt fyrir um tveimur árum síðan. Þar var sannleikurinn víðsfjarri í málflutningi kirkjunnar. Þar var Siðmenntarfólki gerðar upp skoðanir og síða þær skoðanir gagnrýndar. Stefán fór þar fremstur í flokki varðhunda ríksikirkjunnar. Lygar voru þeirra meðöl. Siðleysið var algört.

hildigunnur - 12/04/09 14:04 #

ah, - bara verið að spegla. Skil þá betur. Samt finnst mér akkúrat þetta ekki vera neitt fáránleg eða ósiðleg athöfn per se, kom að því að SUSari fékk nóg...

Matti - 12/04/09 14:37 #

Ég er stundum dálítið fimm ára ;-)

Ingibjörg Stefánsdóttir - 20/03/11 19:08 #

Og nú vill hann verða formaður VR - og margir telja að það muni takast.

Matti - 21/03/11 09:01 #

Það er eitthvað að þessari þjóð ef Stefán Einar verður formaður VR.

Vandinn er að það er eitthvað að þessari þjóð.