Örvitinn

Stoðir bresta

Var að lesa bókina Stoðir bresta eftir Óla Björn Kárason repúblikana hjá AMX.

Bókin er fljótlesin en ansi áhugaverð. Forvitnilegt að fara yfir feril Hannesar Smárasonar og sjá að í raun var hann algjör lúser, tapaði á næstum öllu sem hann gerði. Á því eru tvær undantekningar, hann græddi á EasyJet og því að selja Flugleiði út úr FL Group (Flugleiði út úr Flugleiðum).

Yfirleitt er ekkert sérlega skemmtilegt að lesa viðskiptafréttir en í ljósi þess sem síðar gerðist er afskaplega fróðlegt að kíkja á þessa sögu. Ef Óli Björn tekur fleiri viðskiptasögur saman mun ég eflaust kíkja á þær.

bækur