Örvitinn

Er Kristur sannarlega upprisinn?

Erum við öll fimm ára? Trúum við hverjum sem er? Jafnvel því að fyrir tæpum tvöþúsund árum hafi Jesus verið krossfestur, dáið og svo lifnað við, risið upp frá dauðum?

Trúum við þá líka því sem fylgir sögunni, því Jesús var ekki eini uppvakningurinn.

Kommon, verum dálítið skynsöm. Étum páskaegg og borðum góðan mat en látum ekki sem við trúum sögum sem við trúum ekki í alvörunni. Það trúir þessu enginn í raun. Þetta er þykjustuleikur, fólk þykist trúa þessu vegna þess að það heldur að það sé kristið.

Hér er afskaplega góð grein (en ekki endilega gallalaus) um upprisuna: Reis Jesús virkilega frá dauðum?. Ég mæli sérstaklega með kaflanum um innbyrðis mótsagnir, hafið hann í huga þegar þið lesið eða heyrið prédikanir dagsins. Prestarnir velja það sem hentar þennan dag sem aðra.

kristni
Athugasemdir

Sindri Guðjónsson - 12/04/09 12:54 #

Ég gagnrýndi þessa grein "Reis Jesús virkilega frá dauðum?" í athugasemdum þarna neðarlega. Þetta var í lok apríl 2007, og ég orðinn býsna guðfræðileg frjálslyndur (búinn að hafna óskeikulleika biblíunnar o.fl.,), og satt að segja fann ég oft fyrir efa á þessum tíma, og hætti að trúa þarna snemm sumars. Ég get ennþá staðið við sumt af því sem ég skrifaði þarna, (en myndi í dag sleppa allri dramtíkinni, sbr t.d. "ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta") og ég gæti gagnrýnt þessa grein mun betur í dag en ég gat þá, því nú veit ég meira. Það eru samt margir fínir punktar í þessari grein, og ég viðurkenndi það meira að segja þarna fyrir tæpum tveimur árum í athugsemdunum.

En þó ég ætli ekki í neina sérstaka ritrýni á þessa grein Barkers (þetta er ekki spjallborð um N.T. fræði), þá verð ég að benda á að Pétursguðspjall var eftir því sem ég best veit alls ekki skrifað milli 85-90. Það var líklega skrifað um árið 170, enda mun dramatískari og íktari frásögn en hjá Jóhannesi sem er talið skrifað rétt fyrir árið 100.

Sindri Guðjónsson - 12/04/09 13:01 #

Já, svo vil ég segja að það er þónokkur hópur fólks sem trúir því í alvörunni að Jesús hafi risið upp frá dauðum. Ég var t.d. í mörg ár alveg handviss um það.

Haukur - 12/04/09 14:26 #

Jájá, það er fullt af fólki sem trúir í fullkominni alvöru á upprisuna. Til dæmis trúði höfundur greinarinnar sem Matti vísar á hana árum saman.

Matti - 12/04/09 14:36 #

Ég trúi því ekki að þeir, Barker og Sindri, hafi trúað þessu í alvöru. Held þetta hafi bara fylgt með í pakkanum sem þeir héldu að þeir ættu að trúa á.

En hvað veit ég svosem um það hvernig hugur trúmannsins virkar þegar kemur að þessum hlutum, hef aldrei trúað þessu.

Haukur - 12/04/09 15:18 #

Ég held nefnilega að upprisan fylgi ekki með í pakkanum heldur sé grundvallaratriðið. Öll önnur kraftaverk eru umsemjanleg.

Haukur - 12/04/09 15:39 #

Og, jú, ég trúði þessu líka sjálfur einu sinni. Ég man ekki nákvæmlega hvenær ég skipti um skoðun en þegar mér var boðið að fara í fermingarfræðslu hafði ég komist að þeirri niðurstöðu að kristin trú væri ósönn og að ég gæti ekki aðhyllst hana.

Sindri Guðjónsson - 12/04/09 16:07 #

Ég var alveg sannfærður um upprisuna, enda var ég búin að upplifa það sem ég hélt að væri kraftur Guðs og nærveru, sem staðfesti hana (hjá hvítasunnumönnum eru það oft fjölbreytilegar trúarlegu upplifanirnar sem gera menn alveg sannfærða).

Margir kristnir trúa því ekki, að ég skuli nú vera trúlaus. Hvítasunnumenn (og svipaðir) hafa sagt við mig á blogginu mínu að þeir trúi því ekki að ég sé trúlaus, að ég eigi enn trú á Jesú, innst í hjarta mínu, að ég eigi að hætta segjast ekki trúa á Jesú, og hætta að þykjast ekki trúa á Jesú. Þetta fólk getur bara ekki ímyndað sér að einhver sem hefur "upplifað Guð" geti í raun efast um hann. Ég hljóti bara að vera í einhverri þrjóskri uppreisn. Þeir geta ekki sett sig inn í hug trúlauss manns, líkt og Matti veit ekki hvernig hugur trúmannsins virkar.

Haukur - 12/04/09 16:51 #

Mjög mikilvægur punktur hjá Sindra. Ef við setjum innrætingu á börnum aðeins til hliðar þá aðhyllast menn venjulega ekki trúarbrögð vegna þess að þeir hafi stúderað einhverja svona rökræðu heldur vegna þess að þeir finna fyrir hinni guðlegu návist.