Örvitinn

Pottaþjófar í Hafnafirði

Í þarsíðustu viku var móðir mín að steikja kleinur. Að verki loknu setti hún pottinn út fyrir til að kæla feitina. Þar stóð potturinn í einhvern tíma, við vitum ekki hve lengi, þar til einhver tók sig til og stal potti foreldra minna með feiti og öllu.

Hvað er að gerast í Hafnafirði? Er þetta kannski siðrofið sem allir eru að tala um?

dagbók
Athugasemdir

Arnold - 13/04/09 08:43 #

Gætu verið jólasveinar sem tóku pottinn. Sennilega pottasleikir. Já já ég veit, engin heilvita maður trúir á jólasveininnn eins biskupinn orðaði það. En ég ætla samt að láta það eftir mér :)

Engu að síður óþolandi þegar hlutum er stolið.