Örvitinn

Fyrsti hjólreiðatúr ársins

Skelltum okkur í örstuttan hjólreiðatúr áðan. Ég byrjaði á því að ditta aðeins að hjólum stelpnanna. Tók handbremsu af hjólinu hennar Ingu Maríu. Hjólið er með fótbremsum og handbremsan var til leiðinda. Reyndi að laga bremsurnar á hjólinu hennar Kollu en kann það ekki. Málið snýst um að stytta í bremsunum og liðka þær. Þarf að láta sérfræðinga í málið.

Röltum á bensínstöðina og pumpuðum í dekkin á hjólinu hennar Gyðu og hjóluðum svo smá hring um Efra Breiðholt og aftur yfir í Seljahverfi (hjúkk).

Um leið og ég sest á hjól aftur langar mig að hjóla meira. Þarf að taka mig til og hjóla í vinnuna. Vona bara að veður verði þokkalegt. Þarf líka að dressa mig upp, á engar góðar íþróttabuxur.

dagbók