Örvitinn

Yfirboðin byrjuð

Stjórnmálaflokkar eru farnir að auglýsa að þeir muni skapa svo og svo mörg störf, útrýma atvinnuleysi og ég veit ekki hvað.

Traust mitt á viðeigandi flokkum minnkar í hlutfalli við yfirboðin.

Sérstaklega vantreysti ég þeim sem halda því fram að þeir ætli ekki að hækka skatta við þessar aðstæður og er ég þó ekki mikill aðdáandi skattahækkana. Mér leiðist bara að láta ljúga að mér. Það þarf að hækka skatta á fólk eins og mig, skítt en satt.

pólitík
Athugasemdir

Matti - 14/04/09 11:32 #

Finnst eins og ég hafi séð eitthvað þessu líkt frá Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu og Framsókn.

Björn I - 14/04/09 13:38 #

Enda er Borgarahreyfingin það eina sem hægt er að kjósa núorðið.

Matti - 14/04/09 15:25 #

Ég er ennþá dálítið skeptískur á borgarahreyfinguna. En ég er reyndar skeptískur á alla flokka.