Örvitinn

Lygarar eða hálfvitar

Stjórnmálamenn sem halda því fram að ekki þurfi að hækka skatta eru annað hvort lygarar eða hálfvitar.

Ég veit ekki hvort er verra.

pólitík
Athugasemdir

Sindri Guðjónsson - 14/04/09 18:09 #

Það er kannski möguleiki að skera alveg svakalega rosalega hrikalega mikið niður, í stað þess að hækka skatta?

Matti - 14/04/09 20:54 #

Nei, það er ekki möguleiki. Sá niðurskurður endar bara í þjónustugjöldum sem er ekkert annað en skattur á þá sem minnst mega við því.

Sindri Guðjónsson - 14/04/09 22:15 #

Er heilbrigðiskerfið það stór hluti ríkisútgjalda, að niðurskurður á öðrum sviðum hefði ekkert að segja?

Matti - 14/04/09 22:19 #

Já, heilbrigðis- og félagslega kerfið eru bróðurpartur útgjalda ríkisins. Menntakerfið kemur þar á eftir.

Að mínu mati er um að gera að reyna að hagræða á þessu sviði en niðurskurður er út í hött og mun skaða samfélagið.

Hér er sundurliðun á fjárlögum 2009.

Sindri Guðjónsson - 14/04/09 22:28 #

Takk fyrir þennan link.

Spurning hversu mikið af þessu sem er undir menntamálaráðuneytingu sé ríkisstyrkt menning (þ.e. íslenski dansflokkurinn, styrkir til hvítasunnusafnaða og skáta, tónlistarhús?, o.s.frv.)

En já, niðurskuður sem myndi duga til að komast hjá skattalækkunum er líklega óraunsæ tálsýn (ekki það að ég hafi lagst ofan í það).