Örvitinn

Magnaður ríkiskirkjuspuni

Það er stundum dálítið fróðlegt að fylgjast með ríkiskirkjufólki verja sitt vígi.

Adda Steina, aðal spunameistari ríkiskirkjunnar, fór í pontu á landsfundi Samfylkingar og mælti gegn tillögum sem þar voru bornar fram um hjónaband og samband ríkis og kirkju. Röksemdafærsla hennar er með ólíkindum, ég mæli með því að þið horfið á myndbandið.

Séra Bjarni Karlsson, annar helmingur hjónabloggsins ásamt séra Jónu Hrönn Bolladóttur, heldur því svo fram í bloggfærslu að ríkiskirkjan hafi enga hagsmuni. Ég verð að játa að ég er of vitlaus til að skilja Bjarna

kristni vísanir
Athugasemdir

Haukur - 15/04/09 11:41 #

Æi, ekki vísa á þetta blogg - maður fer þá að lesa það. Ofarlega er færsla sem byrjar svona:

"Í dag stendur Jesús Kristur fyrir hugskotssjónum okkar, réttir fram gegnum stungnar hendur sínar og biður okkur að snerta sig."

Nú er ég búinn að missa matarlystina.

Matti - 15/04/09 11:48 #

Ég neyðist til að vísa á þetta því annars les þetta enginn annar en ég og allir halda að ég sé að ljúga eða ýkja þegar ég segi hvað þetta lið boðar ;-)