Örvitinn

Ristill

Rétt fyrir páska fékk Kolla nokkrar bólur í þyrpingu á síðuna. Við vorum ekki að velta þessu mikið fyrir okkur, héldum að þetta væri sennilega ofnæmi eða eitthvað þessháttar. Kollu klæjaði stundum dálítið en hún hefur afar háan sársaukaþröskuld og kvartar yfirleitt ekki.

Í dag fór Gyða með Kollu á læknavaktina og greiningin er Ristill. Þetta getur verið alvarlegt en svo er ekki í þessu tilviki.

Ekki beint það sem við áttum von á þegar við sáum nokkrar bólur.

fjölskyldan
Athugasemdir

Sirry - 18/04/09 11:17 #

ég hef alltaf tengt ristil í gamallt fólk en núna veit ég að það er ekki rétt hjá mér. Gott að þetta fatta þetta svona snemma samt getur einmitt verið mjög hættulegt.

Matti - 18/04/09 11:32 #

Þetta getur einmitt verið mjög alvarlegt þegar fullorðið fólk lendir í þessu, vinnufélagi minn var frá í marga mánuði þegar hann fékk þetta.