Örvitinn

Snorri í Betel er fáviti

Já já, ég veit að ég er óskaplegur durgur og dæmi sjálfan mig með svona orðfæri. Maður segir ekki að einhver sé fáviti nema þegar maður heldur að enginn sé að hlusta!

En lesið skrif Snorra og segið að ég hafi rangt fyrir mér.

kristni
Athugasemdir

Óskar - 17/04/09 22:48 #

Held þú þurfir ekki að missa svefn yfir þessu... maðurinn er fáviti, aðrir jafna þessu ekki saman.

Ragnar Eiríksson - 17/04/09 22:53 #

Já hann er slæmur en stefnir sem betur fer ekki á þingsæti - þá værum við í vondum málum! Þetta er annars leiðindaorð sem þú notar því þetta er ekki satt - það er eiginlega sorglegast af öllu!

Ragnar

Matti - 17/04/09 22:59 #

Fólk sem þekkir Snorra betur en ég segir að hann sé ágætis gaur. En þeir sem líkja saman barnagirnd og samkynhneigð eru, að mínu hógværa mati, fávitar.

Ég ætlaði eitthvað að reyna að rökræða við hann en gafst upp, meika ekki svona rugl.

Öndin trítilóða - 17/04/09 23:15 #

Veit ekki hvort hann birtir athugasemdir athugasemdalaust - eða yfirhöfuð, en þetta lét ég flakka hjá honum (u.þ.b. - maður gleymir stundum að líma "komment" yfir í ritill):

"Öndin minnir á velþekkta umræðu um samkynhneigðar gæsir. (Hlekkur á: http://www.psychologytoday.com/articles/pto-19970701-000038.html)

Árans vesen að gæsirnar skuli ekki þekkja til Kölska.

Annars væru þær eflaust mjög siðprúðar."

-En að auki er Snorri ekki bara fáviti, hann er líka fífl. Sem er hættuleg blanda...

Sindri Guðjónsson - 18/04/09 00:40 #

http://snorribetel.blog.is/blog/snorribetel/entry/848973/#comments

Í þessari nýlegu færslu sem ég linka á fyrir ofan hélt Snorri því m.a. fram að maður að nafni Þallus hefði rökrætt við menn í Róm árið 52, þar á meðal við "júlíus" um sólmyrkvann sem nefndur er í Matteusarguðspjalli, er Jesús var krossfestur, og taldi hann þessa "staðreynd" styðja frásögn Matteusarguðspjalls. Hann (eða heimildarmenn hans líklega frekar), hafa hins vegar ekkert fyrir sér í þessu, heldur er þetta tómur skáldskapur eða ævintýralegur miskilningur á sagnfræðilegum heimildum um Þallus, sjá athugasemdir mínar t.d. nr. 15, 18, 20, 25, 27. Einnig eru margar fleiri rangfærslur hjá honum í færslunni.

Sindri Guðjónsson - 18/04/09 00:43 #

Þess má annars geta að ég þekki Snorra ágætlega, og kann vel við hann, og hef gaman af því að rabba við hann í afmælum og öðru. Hins vegar hefur margra áratuga biblíubókstafstrú ýmsar afleiðingar fyrir hugmyndir manna um lífið og tilveruna.