Örvitinn

Hallærislegt Breiðholtsblað

Mér finnst alltaf frekar hallærislegt þegar ég sé umfjöllun í blöðunum og rekst svo á auglýsingu frá þeim aðila sem fjallað er um í sama blaði. Breiðholtsblaðið sem barst í gær er gott dæmi.

Ég held ég hafði náð öllum tengingum í blaðinu. Lítið aðsend grein frá Davíð Stefáns á bls. 13 gæti tengst baksíðuauglýsingu. Langsótt er að tengja frétt um páskaeggjaleit Sjálfstæðismanna við auglýsingar þeirra, páskaeggjaleitin hefði væntanlega verið frétt hvort eð er.

Það vakti athygli mína að í fyrsta skipti sem ég man eftir er ekki pistill frá presti Seljakirkju. Að sama skapi er engin auglýsing frá kirkjunni í blaðinu. Ég man ekki hvor tþað voru auglýsingar frá kirkjunni áður.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Arnold - 18/04/09 10:42 #

Þetta er reyndar að verða svakalega algengt í fjölmiðlum á Íslandi í dag. Fjölmiðlar sem vinna svona eru um leið marklausir. Alla vega þegar þeir fjalla um auglysingakaupendur sína.

Brynjólfur Þór Guðmundsson - 18/04/09 10:55 #

Sæll

Þetta er einn ljótasti bletturinn á fjölmiðlum. Ég hef kynnst því á rúmra átta ára starfsævi í fjölmiðlun hversu fast maður verður að standa í fæturnar gegn frekju auglýsenda og auglýsingasala. Hvorugir skilja að ritstjórnin verður að ráða ferðinni og skrifa aðeins um það sem henni finnst áhugavert eða eiga erindi við lesendur. Þetta er spurning um að segja satt og rétt frá eða vera reiðubúinn að ljúga að lesendum. Greinar sem birtast vegna auglýsingakaupa eða í tengslum við þær á alltaf að líta á sem lygi. Hvers vegna? Jú, vegna þess að ástæðan fyrir birtingunni er ekki sú að efnið hafi þótt áhugavert heldur vegna þess að það færir pening í budduna. Þess vegna á að setja algjört stopp á þetta. Þetta er spurning um hvort menn vilja vera blaðamenn eða "mellur á prenti".

Arnold - 18/04/09 11:07 #

Mér var boðið af ónefndum fjölmiðli að ef ég keypti auglýsingu að þá fengi ég umfjöllun í leiðinni. Þetta er eitthvað svo kjánalegt. Fólk sér í gegn um þetta. Þetta er besta leið fjölmiðils til að ganga frá trúverðugleika sínum.

Matti - 18/04/09 11:33 #

Ég hef mikla samúð með þeim sem eru að berjast við að reka fjölmiðla, það er eflaust hrikalega erfitt. En þetta er lína sem menn mega ekki fara yfir.