Örvitinn

Hreinn hægra megin

Ók gegnum bílaþvottstöð Löðurs í Bæjarlind í dag. Áður en bíllinn er dreginn gegnum sjálfvirku stöðina sprauta tveir náungar tjöruhreinsi á bílinn og þrífa með háþrýstidælu. Mennirnir lögðu sig mismikið fram, sá sem var hægra meginn var mun iðnari, sótti svamp og þreif bletti en hinn, sá sem tók við greiðslunni, var frekar rólegur í þessu öllu saman.

Enda var bílinn eiginlega bara hreinn hægra megin þegar út var komið, þar með talið álfelgurnar. Vinstri hliðin er ennþá frekar skítug.

Ég neyðist til að klára þetta sjálfur.

Ætli einhverjir hafi haldið að þetta væri pólitísk færsla?

dagbók
Athugasemdir

Eva - 18/04/09 20:42 #

Já, ég féll fyrir þessu.

Matti - 18/04/09 20:52 #

Ætlunin var ekki að plata neinn, ég bætti smáa letrinu við eftirá þegar ég fattaði pólitíksu tenginguna :-)

En ég er nokkuð hreinn hægra megin pólitískt. Fólk má túlka það eins og það vill.