Örvitinn

Nafnlausir hægrimenn

Er ekki dálítið merkilegt að auglýsingar hægri manna skuli vera nafnlausar? Tölfræðiblekkingin í Morgunblaðinu í dag er ágætt dæmi og heimasíða aha-hópsins (sem ég vísa ekki á) er annað.

Merkilegt að sjá að menn hafa haft nokkuð fyrir því að fela hverjir eru á bak við aha-hópinn, þannig er domain nafnið skráð í gegnum proxyþjónustu til að ekki sé hægt að sjá hver á lénið.

Þetta eru nafnlausar gungur.

Ég legg til að fjölmiðlar fjalli vandlega um allar blekkingar í pólitískum auglýsingum, þar með talið villandi tölfræði. Fjölmiðlar ættu reyndar að hafa vit á að birta ekki slíkar auglýsingar, sama hvaðan þær koma. Blekkingar og ósannindi í pólitískum auglýsingum er árás á lýðræði. Kosningar sem byggja á blekkingum eru ómarktækar.

pólitík
Athugasemdir

Mummi - 19/04/09 18:27 #

Sammála þessu með auglýsingarnar. Hvernig stendur eiginlega á því að það má bara auglýsa hvaða andskotans þvætting sem er óháð sannleiksgildi?

Friðrik - 20/04/09 02:43 #

Ég sé nú ekki hvernig þessi AHA síða sé með þvætting?

Mér sýnist þessi hópur vera að vísa í orð og fréttir. Þeir eru einnig að vísa í heimilidir.

Einnig virðast þeir vera að taka saman hverjir voru að vinna hjá fjölmiðlum og hvar þeir voru staddir í lífi sínu, árið sem þú fæðist.

Það eina sem er ekki tilvísun í orð eða fréttir, er um bróður Kolbrúnar. En þær upplýsingar eru opnar öllum á internetinu.

Myndi það einhverju breyta þó það stæði ábyrgðarmaður Jón Jónssón? Verða þessar tilvitnanir eitthvað marktækari fyrir vikið?

Ég ætla að gerast svo frakkur að vísa á þessa síðu svo fólk geti dæmt þetta sjálft.

[vísun fjarlægð - Matti Á.]

Matti - 20/04/09 07:47 #

Myndi það einhverju breyta þó það stæði ábyrgðarmaður Jón Jónssón? Verða þessar tilvitnanir eitthvað marktækari fyrir vikið?

Já. Þetta er pólitískur vefur og það skiptir máli hverjir standa á bak við slíka vefi.

Af hverju leggja þeir sig fram um að ekki sé hægt að rekja þetta? Af hverju skrá þeir lénið gegnum proxy-þjónustu?

Væntanlega vegna þess að þetta eru aðilar sem tengjast Sjálfstæðisflokknum.

Ég gerðist svo frakkur að fjarlægja vísunina úr athugasemd þinni. Þetta er mín síða, ég vísa á það sem ég vill. Ég hef engan áhuga á að vísa á nafnlausar áróðurssíður.

Matti - 20/04/09 08:45 #

Einnig virðast þeir vera að taka saman hverjir voru að vinna hjá fjölmiðlum og hvar þeir voru staddir í lífi sínu, árið sem þú fæðist.

Hvaða máli skipta þær upplýsingar? Auk þess er fjölmiðlalistinn fáránlegur. Við hvað er eiginlega miðað? Það vantar helling á þann lista.

Það eina sem er ekki tilvísun í orð eða fréttir, er um bróður Kolbrúnar. En þær upplýsingar eru opnar öllum á internetinu.

Hvaða máli skipta þær upplýsingar? Hefur Kolbrún verið að beita sér mikið fyrir fyrirtækis bróður síns? Flokkur hennar?

Ég myndi fagna þessari síðu ef hún væri ekki bæði nafnlaus og hlutdræg.

Það vantar svo sannarlega almennilega vefsíðu sem fjallar hlutlaust um fullyrðingar allra stjórnmálaflokka. Þá væri nafnleysið lítið að flækjast fyrir mér. En nafnlausir áróðursvefir hægrimanna eru aumkunarverðir. Sérstaklega í augum hægri manna.

Brynjólfur Þór Guðmundsson - 20/04/09 21:34 #

Það væri óskandi að við gætum sett upp íslenska síðu í stíl við http://www.factcheck.org/. Þetta er hlutlaus síða sem skoðar staðhæfingar stjórnmálamanna og kveður upp úr um réttmæti þeirra. Ég skoða síðuna að vísu alltof sjaldan en virðist hún nokkuð góð. Ég nota líka tækifærið til að benda á bókina UnSpun eftir Brooks Jackson og Kathleen Hall Jamieson, stofnendur síðunnar. Þetta er síða sem ég myndi vilja stofna, svona fyrst ég verð að viðurkenna að við höfum því miður alltof oft alltof lítinn tíma til þess í fjölmiðlum að fara í gegnum staðhæfingar og sannreyna þær, sem á þó að vera eitt mikilvægasta hlutverk okkar.