Örvitinn

Eftirlífið

Þeir sem eru sífellt að velta sér upp úr því hvað gerist eftir þetta líf eru eins og fólk sem getur ekki notið leikhúss vegna þess að það er svo upptekið af því hvað það fær að borða eftir sýningu.

Ég við kvöldverðarborðið að ræða við unglinginn á heimilinu um tilgang tilverunnar.

Ýmislegt
Athugasemdir

Hjalti Rúnar Ómarsson - 19/04/09 23:56 #

Eða: "...eru eins og fólk sem getur ekki notið fótboltaleiks (venjulegan leiktíma þeas) vegna þess að það er svo upptekið af því hvernig vítaspyrnukeppnin verður."

Og ef einhver segir: "En það er alls ekki víst að það sé vítaspyrnukeppni í fótboltaleik, það er meira að segja ólíklegt!"

Þá er svarið: "Einmitt!"

Saklaus tilraun til þess að finna betri líkingu, örugglega betri dæmi til heldur en þetta.

Matti - 20/04/09 00:01 #

Þessi líking mín hefur ýmsa galla :-)

Reyndar eru til svona áhorfendur á fótboltaleikjum. Það eru þeir sem hafa svo miklar áhyggjur af umferðinni heim að þeir yfirgefa leikinn áður en hann er búinn. Það kemur fyrir að þeir missa af því sem öllu skiptir í leiknum.

Held að málið sé að njóta leiksins/sýningarinnar/lífsins.