Örvitinn

Hjólaði í vinnuna

Veðrið er svo gott að ég hafði enga góða afsökun til að hjóla ekki í vinnuna í dag þannig að ég hjólaði. Spáin er ekki jafn góð seinni partinn, spáir roki (mótvindi) og smá skúrum. Gyða bauðst því til að fara á jeppanum og sækja mig á heimleiðinni. Þá hafði ég alls enga afsökun. Það er líka ágætis plan fyrsta hjóladaginn.

Þetta var hressandi hjólatúr. Ég fór rólega seinni helming ferðar, úr Elliðaárdal að Laugavegi 178 enda megnið af því upp á móti.

Tók ekki tímann en byrjaði að hlusta á Dr. Gunna þegar ég gekk út, lag nr. 2 var að byrjað þegar ég hjólaði af stað og Prinsessan mín var hálfnað þegar ég kom í vinnuna [2:22 + 3:19 + 2:17 + 3:23 + 1:17 + 3:25 + 2:30 + 1:30 = 21:26]

Skellti mér í sturtu þegar ég kom. Sturtuaðstaða er forsenda þess að ég geti hjólað í vinnuna.

dagbók
Athugasemdir

Már - 20/04/09 10:51 #

Ertu að reyna að telja okkur trú um að græjufíkill eins og þú eigir ekki eitt skitið stykki hraðamæli á hjólið þitt? ...eða í það minnsta GPS tæki?

Kræst maður! :)

Mæli eindregið með svona hraðamælum - þeir veita ómælda skemmtan á lengri og skemmri hjólatúrum.

Matti - 20/04/09 10:54 #

Ég vinn meira að segja hjá fyrirtæki sem er meðal annars í farartækjatrökkun. Þetta er glatað, ég þarf að fá mér einhverja græju :-)

Matti - 20/04/09 13:41 #

Kíki á þetta í Erninum þegar ég fer með hjólið í viðhald. Var að frétta að það væri ókeypis þar sem þetta er nýtt hjól.