Örvitinn

Hinar skelfilegu skattahækkanir VG

Í villandi auglýsingu í sunnudagsmogga sem sýna átti skattahækkunartillögur VG voru mánaðarlaun sett í töflu og til hliðar skattahækkun á ári. Það er að mínu mati óeðlilegur samanburður. Nota hefði átt árstekjur eða skattahækkun á mánuði.

Þetta graf þykir mér eðlilegri samanburður, mánaðarlaun og skattahækkun á mánuði.

Grafið sýnir að þessar skattahækkunartillögur eru hóflegar. Það væri forvitnilegt að vita hve margir þeirra sem hæst kvarta undan þessum tillögum hafa nógu háar tekjur til að lenda í að greiða hærri skatta. Ég er nokkuð viss um að margir frelsisverndarar eru ekki í þeim hópi.

skattar_litil.png
Smellið á grafið til að sjá það stærra

Grafið fékk ég hjá Ásmundi frænda mínum.

pólitík
Athugasemdir

Þorsteinn - 20/04/09 20:22 #

Rauðu súlununa hefði mátt setja ofan á þá gulu. Hefði gefið "réttasta lookið" myndi ég halda. Þá sést hækkunin ofan á það sem fyrir er.

Már - 20/04/09 23:50 #

bah, besta grafið smellti þessu öllu saman í eina súlu, grænt (nettólaun) neðst, gult (skattar) efst, og rautt (ofurtekjuskatturinn) í miðjunni.

Reyndar er rétt að taka fram að þessar súlur gilda bara fyrir einstæða hátekjumenn - hjá sambúðarfólki gilda meðallaun.

Matti - 20/04/09 23:53 #

Vandamálið við slíkt graf er að það sýnir breytinguna ekkert alltof vel þar sem hæð súlunnar er fasti (heildarlaunin). Ég var að prófa að gera slíkt súlurit í Excel og mér fannst það ekki koma sérlega vel út.

Már - 21/04/09 00:06 #

Rauði liturinn sýnir breytinguna mjög vel.

Ef þú vilt þá gætir þú líka sett upp tvær og tvær súlur, hlið við hlið, þar sem sú fyrri sýndi bara tvo liti grænan og gulan, þá sést augljóslegast hvernig græna súlan lækkar smávægilega við þennan nýja skatt.

Málið er hins vegar að þetta súlurit er mjög villandi af því X-ásinn er croppaður við 600þús.

Jafnframt finnst mér óendanlega pirrandi hversu illa það kemur fram í þessari umræðu allri að hátekjuskatturinn byrjar ekki að skerða tekjur hjóna fyrr en samanlagðar mánaðartekjur þeirra fara yfir milljón á mánuði, þá fyrst byrjar hann að klippa einhverja hundraðkalla af launatékkanum!

Hjón, þar sem konan er með 250 þús. en karlinn með 700 þús. á mánuði munu ekki borga neinn viðbótarskatt.

Þetta er tekjuskattur.

Matti - 21/04/09 00:10 #

Málið er hins vegar að þetta súlurit er mjög villandi af því X-ásinn er croppaður við 600þús.

Hvaða súlurit?

Hjón, þar sem konan er með 250 þús. en karlinn með 700 þús

Karlremba ;-)

Már - 21/04/09 00:44 #

Ég á við að grafið birtir 600 þúsund sem lægstu laun. Auðvitað er ekkert rangt við þetta graf, ekkert frekar en línurit þar sem Y-ásinn er kroppaður að neðan eru ekkert beinlínis röng.

Ég á bara við að í viðleitni þinni til mótvægis við villandi auglýsingar FLokksins, notar þú graf sem, ef eitthvað, ýkir raunáhrif viðbótarskattanna með því að einblína á efsta hluta tekjuskalans. Ég veit að þú ert að lagfæra framsetningu sjallanna á súlunum, en þú mátt ekki gleyma því að sjálf inrömmunin er líka villandi. :-)

Karlremba ;-)

Uss nei, kyn einstaklinganna í dæminu voru sko valin af geislavirkri slembitölumaskínu.

Kristján Hrannar - 21/04/09 00:48 #

Þessar tölur eru líka algert grín miðað við þær upphæðir sem klúður hjá meðlimum Sjálfstæðisflokksins hefur kostað þjóðina(þó það sé aðeins brot af heildaskuldunum).

Matti - 21/04/09 08:01 #

Ég átta mig ekki enn á því hvernig þetta graf er villandi. Var auglýsingin í Morgunblaðinu ekki miðuðu við 600þ?

Már - 21/04/09 09:03 #

Jú hún var miðuð við 600þús. og það er einmitt það sem ég kalla villandi: að takmarka umræðuna við neðstu mörk hálaunahópsins.

Með því móti klippist í burtu allar súlur sem gætu sýnt að þau laun sem 90% launþega hafa, bera enga viðbótarvexti - en sú staðreynd er einmitt hinn óþægilegi sannleikur fyrir Sjálfstæðismenn í þessu máli.

Ég er ekki að gagnrýna þig eða grafið þitt - heldur þetta "framing" (ef við getum kallað það það) sem Sjálfstæðisflokkurinn setti á umræðuna.

Matti - 21/04/09 09:04 #

Jamm, það er góður punktur.

Eggert - 21/04/09 10:42 #

s/enga viðbótarvexti/engan skatt til viðbótar/

Daníel - 21/04/09 11:11 #

Þessi hátekjuskattur tekur peninga úr umferð sem annars hefðu líklega farið í neyslu og þar með í að halda uppi vinnu.

Frekar en að hækka skatta, sem skilar í raun mjög litlu, þá á að:

-Hætta við 2földun suðurlandsvegar -Minnka fæðingarorlof karlmanna niður í 2 vikur tímabundið í 2 ár -Hætta við öll jarðgöng í allavegna 2 ár -Leggja niður listamannalaun í 2 ár, skattfrjáls 270 þús á mán í dag!!!!! (VG var að 2falda þetta rugl) -Fresta byggingu tónlistarhúss í 2 ár -Auka skatt á fjámagnstekjur um 5% -Minnka sóun í heilbrigðiskerfinu ef hægt er, erfitt mál auðvitað. Má t.d. loka deildum á ákveðnum dögum og svo, er hægt er -og fleira...

Tökum bara á okkur skellinn núna, klárum þetta, og byrjum svo að byggja upp þjóðfélag sem að byggir á jöfnuði. Það er ekki hægt að reka velferðaþjóðfélag nema að eiga fyrir því, eins og Göran Person sagði svo réttilega.

Klárum skellinn, og byrjum aftur eftir 2 ár að byggja upp og stefna fram á við.

Matti - 21/04/09 11:18 #

Þessi hátekjuskattur tekur peninga úr umferð sem annars hefðu líklega farið í neyslu og þar með í að halda uppi vinnu.

Auðvitað er verið að taka peninga "úr umferð", en í þessu tilviki er verið að taka þá frá þeim sem hafa háar tekjur.

-Hætta við 2földun suðurlandsvegar -

Hvað með þá sem hefðu fengið vinnu við það?

-Minnka fæðingarorlof karlmanna niður í 2 vikur tímabundið í 2 ár

Af hverju bara karlmanna? Af hverju ekki kvenna? Þegar er búið að lækka hámark fæðingarorlofs. Mér finnst um að gera að skoða frekari lækkanir á því.

-Leggja niður listamannalaun í 2 ár, skattfrjáls 270 þús á mán í dag!!!!! (VG var að 2falda þetta rugl)

Um að gera að skoða það. En hvar kemur fram að listamannalaun séu 270þ skattfrjálst á mánuði?

-Auka skatt á fjámagnstekjur um 5%

Það er meðal þeirra hugmynda sem fram hafa komið. Fjármagnstekjur hafa væntanlega dregist gríðarlega mikið saman og varla mikið upp úr því að hafa næsta árið.

Minnka sóun í heilbrigðiskerfinu ef hægt er, erfitt mál auðvitað. Má t.d. loka deildum á ákveðnum dögum

70-80% kostnaðar í heilbrigðistkerfinu eru laun. Hvað ætlarðu að segja mörgum upp?

Tökum bara á okkur skellinn núna

Tökum við ekki á okkur skellinn með því að greiða hærri skatta? Er ekki betra að við sem höfum efni á því greiðum aðeins hærri skatta til að samfélagið komist í gegnum þetta?

Ingólfur - 21/04/09 21:56 #

Laun listamanna á einu ári eru 425 milljónir. Þær eru ekki skattfrjálsar. Innan þessa eru m.a. tónlistarmenn, rithöfundar, myndlistarmenn. Þessi upphæð eru slíkir smáaurar að hún hefur enga merkingu þegar spara á tugi eða hundruði milljarða. Eða miðað við hvað duglegu athafnamennirnir hafa kostað okkur. Og svo er það spurning um það hvort við viljum samfélag án bóka og tónlistar (utan metsölulista).

Guðmundur D. Haraldsson - 21/04/09 23:51 #

Minnka sóun í heilbrigðiskerfinu ef hægt er, erfitt mál auðvitað. Má t.d. loka deildum á ákveðnum dögum

70-80% kostnaðar í heilbrigðistkerfinu eru laun. Hvað ætlarðu að segja mörgum upp?

Já, og peningarnir fyrir atvinnuleysisbótum þeirra sem missa vinnuna koma hvaðan?

hildigunnur - 21/04/09 23:53 #

skattfrjálst, jahá!?! Það hefur þá breyst... Ég þekki alveg slatta af tónlistarfólki sem sleppir því að sækja um starfslaun vegna þess að það hefur ekki efni á að lækka svona í launum (ekki það að fólk sé svona ofsælt af kennslulaunum heldur er það að kenna upp undir 200% og maður má bara vinna 30% með fullum starfslaunum - væri allt í fína ef launin væru þokkaleg). Starfslaun listamanna miðast við lektorskaup í HÍ og ég mana hvern sem er að segja að það sé hátt kaup. Eða skattfrjálst. Kannski betra að hafa fólk á atvinnuleysisbótum?

Tónlistarhúsið, ég get ekki ímyndað mér annað en það verði á hægferð næstu árin, hver svo sem tekur við stjórnartaumum. Finnst ég bjartsýn að vonast eftir að það verði opnað 2015.

Hátekjuskattur tekur peninga reyndar aldeilis ekki úr umferð, þeir eru í umferð við að taka þátt í að borga þessar fjárans skuldir og koma okkur á réttan kjöl.