Örvitinn

Boðaðar fjöldauppsagnir Sjálfstæðisflokks

Sjálfstæðismenn hafa tekið undir að það þarf að brúa bilið í ríkisfjármálum. Það er raunveruleikinn í dag.Sjálfstæðisflokkurinn

Þeir hafa þvertekið fyrir að hækka skatta og lækka laun opinberra starfsmanna. Vilja meina að ekki sé á ástandið bætandi hjá fólki vegna hækkandi skulda og verðbólgu.

Tekjur ríkissjóðs aukast ekki af sjálfu sér og því er ljóst að skera þarf niður útgjöld. Laun eru langstærsti útgjaldaliður ríkissjóðs

Spurningin er því ósköp einföld: Hvað ætla Sjálfstæðismenn að segja upp mörgum opinberum starfsmönnum? Munu hundruðir eða þúsundir opinberra starfsmanna missa vinnuna ef Sjálfstæðisflokkur kemst til valda?

Hvernig verður staða fólks eftir að það missir vinnuna hjá hinu opinbera og fer á atvinnuleysisbætur? Verður hún betri eða verri en ef skattar hefðu hækkað hóflega og laun þeirra sem hafa 300þ og meira lækkað eitthvað? Hver er munurinn á tekjum þessa stóra hóps í dag og atvinnuleysisbótum? Hver er launalækkun Sjálfstæðisflokksins?

Þessu þurfa sjálfstæðismenn að svara fyrir kosningar.

pólitík
Athugasemdir

Daníel - 21/04/09 11:13 #

Þessi hátekjuskattur tekur peninga úr umferð sem annars hefðu líklega farið í neyslu og þar með í að halda uppi vinnu.

Frekar en að hækka skatta, sem skilar í raun mjög litlu, þá á að:

-Hætta við 2földun suðurlandsvegar -Minnka fæðingarorlof karlmanna niður í 2 vikur tímabundið í 2 ár -Hætta við öll jarðgöng í allavegna 2 ár -Leggja niður listamannalaun í 2 ár, skattfrjáls 270 þús á mán í dag!!!!! (VG var að 2falda þetta rugl) -Fresta byggingu tónlistarhúss í 2 ár -Auka skatt á fjámagnstekjur um 5% -Minnka sóun í heilbrigðiskerfinu ef hægt er, erfitt mál auðvitað. Má t.d. loka deildum á ákveðnum dögum og svo, er hægt er -og fleira...

Tökum bara á okkur skellinn núna, klárum þetta, og byrjum svo að byggja upp þjóðfélag sem að byggir á jöfnuði. Það er ekki hægt að reka velferðaþjóðfélag nema að eiga fyrir því, eins og Göran Person sagði svo réttilega.

Klárum skellinn, og byrjum aftur eftir 2 ár að byggja upp og stefna fram á við.

Matti - 21/04/09 11:19 #

Af hverju skrifar þú sömu athugasemd við tvær færslur? Ég læt duga að svara hér.

Daníel - 21/04/09 12:04 #

SOrry, mín mistök!