Örvitinn

Inflúensufaraldur í Mexíkó (og víðar)

Lárus bloggar um inflúensufaraldur í Mexíkó.

Síminn hringdi seint í gærkvöldi. Ein móðirsystir Anelar (ein af mörgum) hafði séð í fréttunum að inflúensufaraldur hafði brotist út hér í Mexíkóborg. Búið sé að loka öllum skólum, allt frá leikskólum upp í háskólana, og fólk hvatt til að vera á varðbergi. Þetta kom nokkuð ónotalega við mann, sérstaklega þar sem ég kann mína veirufræði ágætlega og ný tilfelli af banvænni inflúensu eru alltaf áhyggjuefni. Sérstaklega þegar þau koma upp þar sem ég bý!

Hér er meira um svínaflensuna:

New Scientist:

A novel flu virus has struck hundreds of people in Mexico, and at least 18 have died. It has also infected eight people in the US, and appears able to spread readily from human to human. The World Health Organization is calling an emergency meeting to decide whether to declare the possible onset of a flu pandemic.

Ironically, after years of concern about H5N1 bird flu, the new flu causing concern is a pig virus, of a family known as H1N1.

(via reddit - hér eru fróðlegar umræður), m.a. þetta FAQ:

  1. Why is this flu killing mostly younger adults? New and virulent strains of flu have the potential to cause a cytokine storm (an overreaction of the body's immune system). Younger adults have stronger immune systems and thus this overreaction can be deadly.
  2. Will the seasonal vaccine protect against this strain of swine flu? It is unlikely, if likely at all, that the seasonal vaccine will confer any protection. Despite that the seasonal vaccine has an H1N1 component, it appears that this strain is far too distant from that targeted by the seasonal vaccine. It will be a minimum of 3 months before a vaccine against this strain is widely available.
  3. Is there treatment for this strain of swine flu? Right now both Tamiflu (tablet) and Relenza (inhaled powder) are effective; however, there is a chance that the swine flu virus will mutate and become resistant.
  4. Why is this called swine flu? The particular virus normally infects pigs; however, if the pig virus and a human strain of influenza infect the same human cell, they can recombine making a virus capable of transmitting from human-to-human. It is very clear that human-to-human transmission is occurring now.

Lesendur BBC segja frá, þ.m.t. læknir í Mexíkóborg:

I work as a resident doctor in one of the biggest hospitals in Mexico City and sadly, the situation is far from "under control". As a doctor, I realise that the media does not report the truth. Authorities distributed vaccines among all the medical personnel with no results, because two of my partners who worked in this hospital (interns) were killed by this new virus in less than six days even though they were vaccinated as all of us were. The official number of deaths is 20, nevertheless, the true number of victims are more than 200. I understand that we must avoid to panic, but telling the truth it might be better now to prevent and avoid more deaths.

(via reddit)

Þetta lítur ekkert rosalega vel út!

vísanir
Athugasemdir

Lárus Viðar - 26/04/09 06:15 #

Frekar óþægilegt að lenda í þessu. Ástandið er hálf súrrealískt núna, göturnar nánast tómar og það er helgi. Venjulega er erfitt að komast leiðar sinnar á föstudögum en það var lítið mál nú. Þeir sem eru á ferli eru nú flestir með grímur fyrir andlitinu.

Opinberar tölur segja nú að 81 dauðsföll má líklega rekja til svínaflensunnar og yfir 1300 eru smitaðir. Góðu fréttirnar í þessu eru þó að líklega kom þetta upp í skóla í New York og enginn dauðsföll hafa orðið. Kannski er þessi stofn ekki jafn illvígur og talið var í fyrstu.

Mæli annars með inflúensa.is, fróðlegar og traustar upplýsingar þar.

Matti - 26/04/09 15:45 #

Ég fylgist spenntur með, hvet þig til að skrifa reglulega um þetta. Ekki ónýtt að hafa sérfræðing á vettvangi.

Íslenskir fjölmiðlar hljóta að fara að leita til þín bráðlega.

Lárus Viðar - 26/04/09 18:22 #

Ég er kannski ekki beint sérfræðingur ;) Veit svona aðeins meira um þetta.

Annars eru fleiri Íslendingar á svæðinu, veit að ég verð ekki sá fyrsti sem sendiráðið mun vísa á. Samkeppnin er hörð.

Matti - 27/04/09 11:11 #

Tja, Morgunblaðið er a.m.k. að reyna að ná sambandi við þig.

Lárus Viðar - 27/04/09 22:06 #

Það er fátt sem fer fram hjá þér.