Örvitinn

Árgangamót stjörnunnar

Tók þátt í árgangamóti Stjörnunnar í Garðabæ í gær. Þetta var afskaplega skemmtilegt, hitti stráka sem ég hef ekki séð í mörg mörg ár.

Það var góð mæting hjá '73 árgangnum. Vorum 11: Hólmsteinn, Kiddi Lár, Raggi, Jón Gunnar, Bjössi, Ingó, Mási, Lárus Freyr, Sigurhjörtur, Kjarri Palli og ég. Ég er í minna en engu formi en spilaði samt dálítið, við róteruðum töluvert þannig að allir fengu að taka þátt.

Okkur gekk ágætlega. Gerðum jafntefli í fyrstu þremur leikjum riðilsins og unnum þann fjórða á móti 70+. Ég klúðraði leiknum á móti 74 árgangi þegar ég gaf boltann beint á Snæbba þannig að úr varð jöfnunarmark þeirra. Bjargaði svo leiknum á móti 71 árgangi þegar ég skoraði jöfnunarmark á síðustu sekúndum. Við enduðum í öðru sæti okkar riðils og mættum unglingum í 79-80 í undanúrslitum, töpuðum þeim leik 1-0. 70+ vann úrslitaleik mótsins. Við í 73 munum minna alla á að við unnum þá í riðlinum og erum því tæknilega lang bestir (svona eins og Liverpool).

Ég náði að sjálfsögðu að renna mér nokkrum sinnum (leggjast niður væri kannski nákvæmari lýsing). Er vel rispaður á vinstri, verð eflaust með vellandi brunasár. Það fylgir þessu.

Eins ég sagði þá var þetta mjög gaman og ég mæti pottþétt aftur á næsta ári. Vonandi verður eitthvað djamm þessu tengt þá.

boltinn
Athugasemdir

Sindri Gudjonsson - 27/04/09 16:08 #

Hverjir voru að spila með 79-80 árgangnum? Ég æfði með Stjörnunni uppí 2. flokk og er 79 módel.

Sindri Gudjonsson - 27/04/09 20:51 #

Skil vel að þið hafið tapað fyrir 80-79 árgangnum. Klárlega lang bestir. Var að skoða myndirnar. Gaman að sjá kunnugleg andlit.