Örvitinn

Heiðurslaun Þráins

Maðurinn á nákvæmlega ekkert erindi á Alþingi. Hvað er flókið við að afsala sér heiðurslaunum meðan hann þiggur meira en fimm hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir að sitja á Alþingi?

Siðlausir hálfvitar segjast ætla að skoða hefðir og fordæmi áður en þeir taka ákvörðun. Heiðarlegt fólk setur fordæmi og afsalar sér einfaldlega þessum sporslum tímabundið. Ef það er tæknilega flókið segist það ætla að ánafna þessu fé í einhvern góðan málstað.

Djöfull er hrikalega skítt að ein helsta niðurstaða Búsáhaldabyltingar sé að Þráinn Bertelsson er kominn á þing. Ég er næstum viss um að það var ekki "vilji þjóðarinnar".

pólitík
Athugasemdir

Óli Gneisti - 26/04/09 13:44 #

Við eigum eftir að sjá útstrikanirnar.

Miðað við allt sem Borgarahreyfingin hefur sagt hefði maður haldið að þingmaður þeirra myndi taka "the moral high ground" í stað þess að sjá hvernig aðrir hafa gert þetta áður á Alþingi sem þeir hafa talið gerspillt.

Matti - 26/04/09 13:46 #

Ég uppfærði eina setningu á sama tíma og þú skrifaðir þessa athugasemd, bætti "setur fordæmi" inn. Það er einmitt háttur spilltra að hengja sig á fordæmi. Borgarahreyfingin átti að snúast um að breyta hlutunum.

Helga Kristjánsdóttir - 26/04/09 13:52 #

Þráinn er maður sem spilaði með í góðærinu. Ritaði pistla í Fréttablaðið og mærði útrásarvíkingana. Ég hafði hugsað mér að kjósa X-O en hætti strax við þegar ég frétti að hann væri í framboði í efsta sæti og veit um marga sem gerðu það.

Matti - 26/04/09 13:58 #

Það verður afar fróðlegt að sjá hve margir strikuðu yfir Þráin.

Ef það er tæknilega flókið segist það ætla að ánafna þessu fé einhverjum góðum málstað.

Svo ég komi með tillögu, þá gæti Þráinn styrkt einhvern starfandi listamann meðan hann þiggur þinglaun.

Arnold - 26/04/09 14:58 #

Ég kaus X-O og í mínu kjördæmi Þór Saari. Ég verð að segja að um mig fór hrollur þegar ég sá Þráinn í hádegisfréttum sjónvarps. En það er svo sem næstum sama hvað flokk maður kýs. Það fjóta þar innan um bjánar líka. Öruggast hefði verið að skila auðu :)

Á - 26/04/09 15:10 #

Mér finnst ekkert hneyskli að Þráinn haldi þessum heiðurslaunum úr því að hann fékk þau; öllu verra finnst mér að hann var á sínum tíma Framsóknarmaður og Framsóknarflokkurinn barðist fyrir að fá hann á heiðurslaunalistann. Sem væri svosem í lagi líka ef Þráinn væri ekki sítalandi um fjórflokkinn og spillingu; það finnst mér það ómerkilega í málinu.

Matti - 26/04/09 15:43 #

Þessir heiðurslaunapeningar skipta engu máli þannig talað en þetta er spurning um hugsjónir. Í þessu tilviki hugsjónir Borgarahreyfingarinnar og Búsáhaldabyltingarinnar. Ég vil ekki svipta Þráin þessum heiðurslaunum alfarið en karlinn ætti að geta sleppt því að þiggja þau (eða veitt þeim annað) meðan hann starfar á Alþingi.

Þetta er vissulega góður punktur með Framsókn og fjórflokkinn. Var Þráinn ekki að reyna að koma sér á lista hjá Framsókn áður en hann fór yfir til Borgarahreyfingarinnar?

Daníel - 26/04/09 17:43 #

Jú, vissulega eru margar ástæður fyrir því að hafa varann á sér varðandi Þráinn, en heiðurslaunin eru ekki ein þeirra. Heiðurslaun eru veitt fyrir unnin störf, svona svipað og stefgjöld af tónverkum. Ef tónlistarmaður væri kosinn á þing ætti hann þá ekki að þiggja stefgjöld á meðan? Þráinn fær þessi laun fyrir kvikmyndir (og bækur) sem hann hefur nú þegar skrifað. Svo er náttúrulega allt önnur umræða hvort heiðurslaun Alþingis séu eðlileg.

Einar Jón - 26/04/09 17:44 #

Úr lögum um listamannalaun: Þeir sem njóta starfslauna skulu ekki vera fastráðnir til þess að gegna öðru starfi sem telst meira en þriðjungur úr stöðugildi meðan þeir fá greidd starfslaun

Hann getur því ekki verið bæði á listamannalaunum og í fullu starfi á þingi.

Nenniði að hætta að nöldra um þetta núna?

Daníel - 26/04/09 17:51 #

Listamannalaun og heiðurslaun Alþingis eru ekki það sama. Listamannalaun eru veitt tímabundið til að borga fyrir vinnu, þ.e. ætlast er til að listamaðurinn noti þau til að stunda list sína. Heiðurslaun Alþingis eru veitt fyrir framlag viðkomandi listamanns og gæti sá þess vegna alfarið hætt listsköpun um leið og hann fær launin. Heiðurslaunum held ég að menn haldi til æviloka.

Matti - 26/04/09 18:44 #

Ef tónlistarmaður væri kosinn á þing ætti hann þá ekki að þiggja stefgjöld á meðan?

Þetta finnst mér ekki sambærilegt. Stefgjöld eru greiðsla fyrir höfundaverk og eiga að miðast við birtingu, heiðurslaun eru montverðlaun frá ríkinu. Að sjálfsögðu á Þráinn ennþá að fá borgað fyrir þau hugverk sem hann á höfundarrétt á.

Eins og ég sagði, þá vil ég ekki svipta Þráin þessum launum, en mér finnst bara djöfull skítt (dálítið "gamla Ísland") að menn þiggi mánaðarlega laun frá ríkinu ofan á myndarleg laun fyrir þingsetu.

Hvað varð um hugsjónirnar sem menn voru að tala um bak við nýja Ísland?

Óli Gneisti - 26/04/09 20:36 #

Mér sýnist að Jónas hafi lært að dylgjublogga. Hann virðist raunar vera svoltið í vafa hvort um öfund eða andúð sé að ræða. Jónas hefði ægilega gott af því að leyfa athugasemdir.

Matti - 26/04/09 20:50 #

Jónas er sama gungan og Þráinn, þeir eiga auðvelt með að gagnrýna en þora ekki að taka orð sín til baka þegar þeir hafa rangt fyrir sér. Ég bloggaði af þessu tilefni.

Einar Jón - 27/04/09 06:43 #

OK, misskilningur hjá mér. Endilega nöldrið sem mest - ég er sammála ykkur.

Daníel - 27/04/09 12:58 #

Ég er sammála með heiðurslaunin, mér finnst þau asnaleg. Hins vegar er ég ósammála því að hafi menn fengið þau og tekið við þeim þá eigi þeir að skila þeim aftur ef þeir setjast á Alþingi. Ekki frekar en menn skilja þeim þó þeir vinni aðra launaða vinnu. Það er eðlismunurinn á heiðurslaunum og listamannalaunum sem veldur þessari afstöðu minni. Mun eðlilegra finnst mér að hafa horn í síðu Þráins út af skrifum hans um trúlausa hér um árið en þssu.

Matti - 27/04/09 13:40 #

Ekki frekar en menn skilja þeim þó þeir vinni aðra launaða vinnu

Tvennt veldur því að ég er ekki á sömu skoðun varðandi þetta mál:

  • Hvoru tveggja eru laun frá ríkissjóði.
  • Það er bullandi kreppa.

Skrifin hans um trúleysi eru óneitanlega það sem gerir það að verkum að mér líkar illa við Þráin, en það tengist ekki þessu máli.