Örvitinn

Fældi vændið frá VG?

Einhverjir hafa verið að velta því fyrir sér af hverju VG fékk verri kosningu en spár gerðu ráð fyrir. Sumir spá í yfirlýsingum formannsins um ESB, aðrir kenna Kolbrúnu Halldórs olíudreka um og fleiri kenningar hafa komið fram. Reyndar er oft lítið að marka kannanir þegar margir eru óákveðnir og VG fékk í raun afar fína kosningu.

Það er pláss fyrir eina kenningu í viðbót, jafnvel þó hún henti ekki í Silfrið.

Getur verið að klámhundar landsins hafi fengið bakþanka þegar vændisfrumvarpið fór í gegnum þing rétt fyrir kosningar? Er hugsanlegt að sumir (eins og ég) velti því fyrir sér hvort klámið sé næst og hvort VG sé hugsanlega frekar íhaldsflokkur en frjálslyndur?

Klámhundar Íslands er vanmetinn hópur.

Mér finnst þessi kenning ekkert sérstaklega sennileg en hún er miklu skemmtilegri en hinar.

klám
Athugasemdir

Sverrirj - 27/04/09 11:27 #

Hefðu þeir þá ekki átt að færa sig yfir á Lýðræðishreyfinguna, eina framboðið sem gerði klámhundum hátt undir höfði á framboðslistum?

Ég er raunar þeirrar skoðunar að VG hefði fengið 2-3% meira í útgönguspám en upp úr kjörkössum; það er greinilega fast hlutfall fólks sem segist alltaf ætla að kjósa VG en gerir það svo ekki. Raunar er all dularfullt að svipað hlutfall kýs alltaf Framsóknarflokkinn án þess að segjast ætla að gera það.

Matti - 27/04/09 11:56 #

Hugsanlega voru margir þeirra sem sögðust ætla að kjósa VG að leita að afsökun til að gera það ekki.

Alveg eins og einhverjir þeirra sem ætluðu ekki að kjósa Sjálfstæðisflokk eða Framsókn voru að bíða eftir afsökun til að kjósa þá flokka samt.

Einar Jón - 28/04/09 06:51 #

Kjörsókn var 85% - skoðanakannanir ná sjaldnast meira en 60-70% svarhlufalli. Það er því stór hópur sem kýs en nennir ekki að svara skoðanakönnunum (eða vill ekki viðurkenna stuðning sinn).

Getu verið að þeir séu líklegri til að kjósa suma flokka en aðra?

Freyr - 28/04/09 09:40 #

Ég hef verið í svipuðum pælingum. Sjálfur hef ég ekkert á móti opinberum rekstri erótískra staða. Þrátt fyrir það ætlaði ég að kjósa VG, en breytti um á síðustu stundu eftir að hafa kynnt mér ESB afstöðu flokkana betur.

Þannig að í mínu tilfelli gildir ekki klámhunda-kenningin þín. ;-)