Örvitinn

mbl fjarlægði blogg við frétt

Fyrr í dag moggabloggaði Vantrú við frétt á mbl. Um klukkutíma síðar var vísunin fjarlægð.

Það er semsagt í lagi að segja í fyrirsögn að það sé guðsmildi að ekki hafi farið verr en óviðeigandi eða ósmekklegt að benda á hversu furðulegt það er. Ekki er vegið að þeim sem lentu í slysinu á nokkurn hátt í bloggfærslunni og hún hefði aldrei verið skrifuð ef einhver hefði slasast illa.

Eflaust finnst einhverjum ekki viðeigandi að setja þessa bloggfærslu við fréttina, einn sendi Vantrú tölvupóst, sagði bloggfærsluna ósmekklega og félagið sorglegt.

Mér finnst ekkert athugavert við bloggfærsluna.

fjölmiðlar
Athugasemdir

Kristinn Theódórsson - 29/04/09 15:29 #

Neibb, ekkert að þessu.

Mikil guðsmildi er það að búa við tjáningarfrelsi og jafnræði skoðana. Ha!

Hann JVJ er reyndar alveg með það á hreinu að jafnræði skoðana sé ekki til og hans skoðanir séu æðri. Hvernig ætli maður fái höndlað svoleiðis sannfæringu?

Matti - 29/04/09 17:14 #

Ég hafði samband við mbl og fékk svar. Málið er semsagt að ef nógu margir kvarta undan vísun (með því að smella á tengil í bloggfærslunni) dettur hún út. Ég gat ekki skilið þá öðruvísi en þetta væri alveg sjálfvirkt.

Hópar fólks (t.d. félagsskapur trúleysingja) virðast því geta stundað það að hnika út vísunum á bloggfærslur við fréttir á mbl.

Gurrí - 29/04/09 23:44 #

Voðalega er fólk eitthvað viðkvæmt. Hárrétt að benda á fáránleika fyrirsagnarinnar á mbl.is. Best að gera tilraun með að smella oft og kvarta þannig yfir einhverjum Moggabloggum sem mér mislíkar og athuga hvort tengingin detti út.

Sirrý - 30/04/09 11:05 #

Já tjáningarfrelsi er Guðs gjöf eða hvað ?

Þessi fyrirsögn á samt einstaklega vel við þessa frétt, enda vakir guð eflaust og sefur yfir þessu húsi ;)

Matti - 30/04/09 11:12 #

Spurning hvort Gvuð sé jafn fúinn og timbrið í svölunum?

Einar Jón - 01/05/09 05:16 #

Þetta er reyndar tilvitnun í yfirlýsingu frá stjórn á vegum KFUM&K, svo ég væri hissa ef engar guðstilvitnanir væru þar. Það er spurning hvort gæsalappir hefðu átt að vera á fyrirsögninni - en þar sem þetta er tilvitnun í krissana er þetta skiljanlegt.

Bloggfærslan var samt þörf ábending, og súrt að nokkir fýlupúkar geti tekið sig saman um að fjarlægja tenginguna.

Matti - 01/05/09 12:16 #

Gagnrýni bloggfærslunnar beinist enda að yfirlýsingunni frekar en mbl. Skrítið að tala um guðsmildi þegar slys verður og hópur ungmenna meiðist!