PyS60 blogg
PyS60 er semsagt Python fyrir S60 Symbian farsímastýrikerfið.
Fiktaði í þessu áður en gamli gemsinn dó, ætla að prófa meira með nýja símanum. Er með eitt smáforrit sem ég þyrfti að skrifa fyrir vinnuna.
Þessi bloggfærsla var eingungis skrifuð til að halda utan um efstu vísunina.
LL - 07/05/09 17:19 #
Æltaði bara að benda þér á þetta:
Úr borgarráði í dag.
Lagt fram bréf formanns stjórnar kirkjubyggingasjóðs frá 15. f.m. varðandi úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2009. R09020004
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar óska bókað: Fulltrúar Samfylkingarinnar sitja hjá við afgreiðslu styrkja úr kirkjubyggingasjóði að þessu sinni vegna nokkurra úthlutana sem fara eiga til niðurgreiðslu gamalla húsnæðisskulda kirkja í Reykjavík. Að sama skapi styðja fulltrúarnir heilshugar styrkveitingar til mannfrekra viðhaldsframkvæmda. Í því árferði og atvinnuleysi sem nú ríkir ætti að leggja höfuðáherslu á að veita styrki til atvinnuskapandi viðhaldsverkefna og er það von okkar að slík forgangsröðun verði höfð að leiðarljósi í stjórn krkjubyggingasjóðs á komandi misserum.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað: Fulltrúi VG í borgarráði situr hjá við afgreiðslu styrkjaúthlutana úr kirkjubyggingarsjóði. Sú spurning er áleitin hvort ekki sé rétt að draga verulega úr styrkveitingum til sjóðsins í því árferði sem við nú búum við. Það er hinsvegar greinilega brot á samþykktum um sjóðinn, ef veita á styrk til annars en framkvæmda en ekki hefur verið sýnt fram á að styrkir sem sótt er um vegna „verulega erfiðrar skuldastöðu“ séu vegna endurbóta og meiriháttar viðhalds kirkja.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Úthlutanir úr kirkjubyggingasjóði er í fullu samræmi við samþykktir sjóðsins, þar sem flest verkefni eru vegna framkvæmda sem nú standa yfir en önnur verkefni lúta að eldri greiðslum vegna kirkjubygginga.Kirkjubyggingasjóður borgarinnar fékk rúmar 26 milljónir kr. frá borginni fyrir árið 2009.
Einar Jón - 08/05/09 07:01 #
Ef þú notar Firefox mætti kannski benda þér á Xmarks og Read it Later viðbæturnar.
Read it later er fyrir "one-time" bókamerki sem þú vilt lesa einu sinni, og henda svo. Xmarks syncar bókamerkin á öllum tölvum sem þú notar.