Örvitinn

Hráefni í sartú

Ég ætla að elda sartú annað kvöld eftir uppskrift úr Silfurskeiðinni (bls. 344 í íslensku útgáfunni).

Í uppskriftinni er meðal annars ítölsk pylsa og passata. Fær maður einhverja ítalska pylsu hér? Hvað með passata? Skv. því sem ég hef lesið á netinu er hægt að nota tómatpúrru í staðin fyrir passata. Ef eitthvað er að marka wikipedia er þetta nokkurn vegin það sama.

matur
Athugasemdir

Kristín í París - 08/05/09 18:36 #

Ítölsk pylsa er mjög vítt hugtak. Mér dettur í hug Rosetta og pepperoni. Gæti t.d. virkað að nota hráskinku ef þú finnur hvorugt, myndi sjálf leita að þessu í ostabúðinni við Skólavörðustíg, er hún ekki annars ennþá til?

Matti - 08/05/09 18:49 #

Jú, hún er þar enn. Ég kíki þangað á morgun.

Kristín í París - 08/05/09 19:36 #

Svo má ekki gleyma að gamla góða hangiketið getur verið ansi fín pylsa í örþunnum sneiðum hrátt. Gott að vita að ostabúðin er enn til. Ómögulegt að allt góðærissælkerastöffið hverfi.

hildigunnur - 08/05/09 19:38 #

Passata fæst mjög víða, sá hana síðast í Krónunni fyrir 1-2 vikum. Er í flösku, aðeins minni en lítra. Tómatpúrru myndi ég ekki nota, frekar bara hakka tómata í dós fínt og sjóða örlítið niður (tómatpúrran er miklu kraftmeiri) Ítalski staðurinn uppi á Stjörnutorgi lætur svo gera fyrir sig ítalska pylsu, systir mín ætlaði að athuga hvort hún gæti fengið keypta pylsu hjá þeim, veit ekki hvort varð af því. Ég nota pepperóní yfirleitt.

Ása Bjarnadóttir - 08/05/09 21:33 #

Ég þurfti að improvisera svona passata fyrir ca. 12 árum síðan og endaði með að nota Campells Cream of Tomato súpu og 2-3 matskeiðar af puré með, held að tómatpuré eitt sér yrði of ríkt tómatbragð. Þetta passaði svo fínt í uppskriftina að ég hef bara haldið mig við það, kannski virkar það fyrir þig.