Örvitinn

Ég borga ekki

Ég ætla í greiðsluverkfall. Reyndar ætla ég að halda áfram að greiða allar mínar skuldir og skatta. Ég mun einnig, eins og stór hluti þjóðarinnar, taka á mig skert lífskjör til að aðstoða þá sem illa standa.

En...

Ég neita að borga skuldir einstaklinga sem tóku óhagstæð lán á röngum tíma og sætta sig ekki við að skerða lífsgæði sín til að greiða skuldir. Fólk tók þessi lán vegna þess að það hélt það væri að græða alveg ógeðslega mikið samanborið við hina sem tóku leiðinleg og gamaldags krónulán.

Ég neita að borga fasteignir þeirra sem ákváðu að fjárfesta í húsnæði þegar verð var glórulaust. Ég hef samúð með þeim sem voru að fara út í sín fyrstu fasteignakaup á síðustu árum. Það er djöfull skítt.

Ég neita að greiða bílalán þeirra sem fjármögnuðu bílana sína í öðrum gjaldmiðli en þeir fengu greidd laun vegna þess að þeim fannst þeir eiga heimtingu á að keyra um á fínum bíl.

Ég tek ekki í mál að aðstoða fólk sem fannst hallærislegt að leggja fyrir á mestu "góðæris tímum" sögunnar nema það þurfi virkilega á aðstoð að halda og/eða sætti sig við að það er ekki nóg að þiggja aðstoð, það þarf að fórna einhverju.

Aftur á móti mun ég sætta mig við að greiða hærri skatta og draga úr neyslu til að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda.

kvabb
Athugasemdir

Á - 11/05/09 14:22 #

Sammála.

Ég var næstum búinn að segja „amen“ en það hefði líklega ekki átt við hér!

Arngrímur - 11/05/09 14:24 #

Mér var nú ekki einu sinni boðið upp á að fjármagna mín bílakaup í krónum, haustið 2007. En ég skyldi nú ekki hafa neinar áhyggjur, þessi myntkarfa væri nú djöfull sniðug einsog markaðurinn væri.

7 ára gamall bíll á myntkörfuláni hljómaði einsog fáránlegasta hugmynd í heimi. Og ég vissi vel hversu hættulegt það væri. Það var bara ekkert annað í boði. Og mig vantaði bíl. Áreiðanlega lentu margir í svipaðri stöðu og ég, það voru ekki allt Range Roverar á myntkörfulánum.

Matti - 11/05/09 14:26 #

Ég vona að þú sért ekki í vandræðum útaf þeim bílakaupum.

Ég er að hugsa um þá sem keyptu sér dýra og flotta bíla á lánum vegna þess þeim fannst þeir eiga það skilið.

Arngrímur - 11/05/09 15:14 #

Það bjargaðist.

Annars er ég alveg sammála. Ég keypti bíl á 300 þúsund og það fór nærri því alveg með mig. En svo er fullt af Ólöfum Rögnurum á sínum risajeppum þarna úti sem eiga enga samúð inni hjá mér.

Arnold - 11/05/09 18:53 #

En hvað er dýr og flottur bíll? Og hver hefði getað ímyndað sér að lánið myndi hækka yfir 100%? Ég tók bílalán og mér var sagt að 20% sveifla væri raunhæft að reikna með. Ef lánið hefði hækkað um 20% hefði það engu að síður verið þægileg afborgun. Auðvitað var það heimska hjá mér að taka lánið. Mér finnst heldur engin eiga að bjarga mér úr þessu. Ég er heldur ekki að biðja neinn um að vorkenna mér. Ég vil bara að jafnt verði látið ganga yfir línuna. Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að svo verði. Ég verð sennilega gjaldþrota síðar á árinu. Ég er kominn yfir það að vera með þunglyndi yfir því eða skammast mín fyrir það. Það er nefnilega fullt af fólki sem hefur alls ekkert verið að bruðla eða verið með flottræfilshátt en er engu að síður að fara í gjaldþrot. Ég lifði mína blaunkustu tíma þegar góðærið stóð sem hæst. Var að byggja upp fyrirtæki og var á skúringakonu launum allan þann tíma. Ég misti sem sagt af góðærinu. Umræðan vill hinsvegar vera á þann veg að þeir sem eru í vandræðum voru kærulausir og lifðu í vellystingum. Það er einfaldlega kjaftæði!

Lárus Viðar - 11/05/09 19:11 #

Þetta meinta góðæri síðustu ca 8 árin var ekkert nema þensla. Ef góðærið hefði verið "alvöru" þá hefðu Íslendingar getað þraukað smá hallæri. En um leið og kreppan hófst þá svoleiðis hrundi fjárhagur margra fyrirtækja og einstaklinga.

Sjálfur er ég ekki í sérstaklega góðum málum en ég prísa mig sælan fyrir að hafa ekki flutt aftur til Íslands á sínum tíma og keypt mér íbúð og bíl á 100% lánum, eins og margir félagar mínir gerðu.

Gurrí - 11/05/09 19:35 #

Get ekki verið meira sammála þér. Ég hef þó mikla samúð með vinkonu minni sem keypti sér nýlegan bíl fyrir rúmu ári (á um milljón, minnir mig) og trúði sölumanninum sem sagði henni að það væri heimska að taka öðruvísi lán en myntkörfulán, af slíkum lánum væri afborgun sanngjörn, allt annað (verðtrygging) væri rugl.

Matti - 11/05/09 21:12 #

En hvað er dýr og flottur bíll?

Segjum fimm milljónir og þar yfir (mér finnst það reyndar afskaplega dýr bíll). Mér finnst ekkert vit í að taka 100% lán fyrir bíl í slíkum verðflokki. Ég vona að þetta gangi upp hjá þér Arnold, trúðu mér það hlakkar alls í ekki í mér yfir óförum þínum.

Reyndar finnst mér ekki vit í að taka 100% lán í bíl yfir milljón.

Arnold - 11/05/09 21:49 #

Sé ekki hvað skiptir máli hvort lánið er 100% eða 70%. Ef greiðslubyrgðin eykst yfir 100% að þá er ljóst að það skekkir mjög þau plön sem viðkomandi hafði um rekstur heimilisins. Ekki bætir úr skák að nauðsynjar eins og matur hefur hækkað um 35-55%. Vextir af lánum fáránlegir o.s.frv. Allt leggst þetta á eitt. Fólk var mis vel undirbúið til að fá þetta bankahrun yfir sig. Fólk sem hafði það ekkert sérstaklega gott í góðærinu, t.d. einstæðir foreldrar eiga litla vona í þessari stöðu. Svo er einnig með heimili þar sem fyrirvinnurnar ná ekki meðallaunum. Þau þurfa jú að borga sama verð fyrir vörur og þjónustu og fjölskyldur sem eru með 600+ í ráðstöfunartekjur. Málið er að allar alhæfingar um þessi mál eru fáránlegar. Skuldarar eru í eins ólíkum aðstæðum og þeir eru margir. Fólk skuldar t.d. ekki bara bílalán og húsnæðislán. Sumir eru með önnur lán sem þeir hafa þurft að taka til að rétta sig af eftir fjárhagsleg áföll eða jafnvel veikindi. Mér finnst þessi umræða meira og minna bull eins og hún fer fram. Svona soldið "við skymsama og klára fólkið og þið hin vitleysingarnir sem getið sjálfum ykkur um kennt"

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það eigi að láta þetta allt hrynja. Fólk og fyrirtæki fara á hausinn og aðrir lifa af. Allar aðrar hugmyndir verða alltaf mjög vafasamar í framkvæmd. En það á jafnt yfir alla að ganga. Því miður er það ekki svo.

Matti - 11/05/09 21:53 #

Sé ekki hvað skiptir máli hvort lánið er 100% eða 70%

Það þýðir að sá sem keypti bílinn lagði ekkert út.

Ég skil ekki fólk sem kaupir bíl eða húsnæði án þess að eiga neitt fyrir því (fær allt lánað).

En það er bara ég.

Málið er að allar alhæfingar um þessi mál eru fáránlegar. Skuldarar eru í eins ólíkum aðstæðum og þeir eru margir.

Einmitt, þess vegna er út í hött að ræða einhverjar almennar niðurfellingar skulda.

Auðvitað fara einhverjir á hausinn, en það er hægt að hjálpa öðrum með ýmsum hætti og vonandi dugar það mörgum. Það er nefnilega meira en að segja það að fara á hausinn.

Arnold - 11/05/09 22:18 #

Það fer engin á hausinn nema tilneyddur. Þegar fólk getur ekki borgað skuldirnar sína eða á ekki fyrir mat þá fer það á hausinn. Þetta er ekkert flókið.

Svo er það spurning hverjum á að hjálpa og hverjum ekki. Hvernig á að sigta út þá sem á að hjálpa? Hvað um þá sem komast ekki í gegnum nálaraugað. Það verður allt fullt af tilfellum þar sem fólk er á mörkunum að sleppa í gegn en gerir það ekki. Er réttlætanlegt að það fólk fari á hausinn. Er dæmið um dagmömmuna sem fær ekki greiðsluaðlögun ekki bara eitt dæmi af mörghundruð sem eiga eftir að koma upp? Þetta á bara eftir að vekja mikla gremju í samfélaginu þegar byrjað verður að leiða fólk til lífs eða slátrunar.

Fyrir hrun voru leikreglur skýrar. Fólk sem ekki á fyrir skuldum er gjaldþrota. Fyrirtæki sem ekki eiga fyrir skuldum eru gjaldþrota. Þarf eitthvað að flækja þetta frekar.

Ég veit að það er ekkert grín að verða gjaldþrota. En það mætti milda skellinn t.d. með fyrningu eftir 4-8 ár. Leggja það af að hægt sé að viðhalda kröfum á fólk út í það óendanlega. Það er þjóðhagslega óhagkvæmt að taka þá tugi þúsunda einstaklinga sem fara í gjaldþrot næstu tvö árin úr leik lengur enn þarf. Það er betra að þetta fólk fái að rétta úr kútnum og verða aftur virkir í verðmætasköpun. Það er t.d. ekkert gott fyrir fasteignaeigendur að það hverfi allt í einu þúsundir fasteignakaupenda svo að segja á einni nóttu. Fasteignaverð á bara eftir að falla og vera niðri langt um ára bil.

Haukur - 11/05/09 22:21 #

"Enn sá ég undir sólinni, að hinir fljótu ráða ekki yfir hlaupinu, né kapparnir yfir stríðinu, né heldur spekingarnir yfir brauðinu, né hinir hyggnu yfir auðnum, né vitsmunamennirnir yfir vinsældinni, því að tími og tilviljun mætir þeim öllum." - Prédikarinn 9. 11.

Ég held, eins og Matti, að sértækar aðgerðir séu vænlegri til árangurs en almennar aðgerðir. Sumir fara óhjákvæmilega í gjaldþrot. Aðrir gætu þraukað en virðast samt sjá hag sínum best borgið með gjaldþroti. Það bannar þeim enginn að fara þá leið, en mér finnst ólíklegt að það sé besta leiðin fyrir marga. Annars veit ég svo sem ekkert, maður reynir bara að borga af sínu láni og prísar sig sælan að hafa reglubundnar tekjur. Sjálfsagt eigum við ekkert eigið fé í íbúðinni lengur en ég hef ekki haft fyrir að komast að því enda skiptir það okkur ekki miklu máli meðan við erum ekki í flutningahugleiðingum.

JJ - 12/05/09 11:51 #

"Ég neita að borga skuldir einstaklinga sem tóku óhagstæð lán á röngum tíma og sætta sig ekki við að skerða lífsgæði sín til að greiða skuldir. Fólk tók þessi lán vegna þess að það hélt það væri að græða alveg ógeðslega mikið . . "

Mikil mistök. Það var ekki þannig með alla skuldara. Fólk var oft blekkt og svikið. Yfirvöld eru ábyrg fyrir að leyfa glæpabönkum og glæpamönnum að vaða uppi og stela milljörðum.
En þið getið lesið ef þið viljið:

Feigðin í farteskinu

http://www.heimilin.is/varnarthing/index.php?option=com_content&view=article&id=199:gengistryggd-lan-ologleg&catid=58:frettir

http://eyjan.is/silfuregils/2009/02/13/hugleidingar-logmanns/

Matti - 12/05/09 11:56 #

"Fólk var oft blekkt og svikið. "

Hugsanlega.

Sennilegra er að fólk hafi látið blekkjast af gylliboðum því ósköp margir sáu þessi sömu tilboð en tóku ekki.

Fullt af fólki varaði við gengislánum.

En taktu eftir að kjarninn í setningu minni er sá sem ég skáletra hér: "og sætta sig ekki við að skerða lífsgæði sín til að greiða skuldir."

Það er ekki hægt að varpa allri ábyrgðinni á vondu bankana sem blekktu fólk til að taka lán.

Það er afar langsótt ef fólk heldur að það sleppi undan skuldum á þeim forsendum að lánin hafi verið ólögleg.

Hverjir ættu svo að taka á sig þann skell?

JJ - 12/05/09 12:27 #

Matti, það var fullt af bara venjulegu fólki sem tók lán fyrir venjulegum fólksbíl og eðlilegu húsnæði. Það er á þér að skilja að allir hafi fíflalega tekið hættuleg lán til græða á þeim. Eða misskil ég þig? Fólk vissi ekki að þau væru hættuleg. Ég er ekki að afsaka fólk sem tók 100% lán fyrir gulljeppum og óþarfa.

Og nei, Matti, ég meina ekki að fólk eigi að sleppa undan skuldum. Heldur, þurfa yfirvöld að færa niður óeðlilegar vísitölur.

Matti - 12/05/09 12:33 #

Matti, það var fullt af bara venjulegu fólki sem tók lán fyrir venjulegum fólksbíl og eðlilegu húsnæði.

Þetta venjulega fólk ætti ekki að vera í verulegum vandræðum nema ef það tók "óvenjuleg" lán.

Það er á þér að skilja að allir hafi fíflalega tekið hættuleg lán til græða á þeim.

Afskaplega margir tóku erlend lán vegna þess að þau áttu að vera miklu hagstæðari, jafnvel þó staða krónunnar væri fáránlega sterk. Í því var fólgin gengisáhætta. Fólk gerði ekki ráð fyrir því hruni sem orðið hefur, en það var þó alltaf möguleiki. Alveg eins og há verðbólga kemur inn í verðtryggðu lánin.

Svo er staðreyndin sú að ef gengi krónunnar lagast verður staða þeirra sem tóku erlend lán betri en hún er nú, höfuðstóllinn mun minnka.

Auk þess minnist enginn á það að vextir af erlendum lánum hafa lækkað og það hefur vegið á móti gengistapi. Vextir ef erlendu lánunum eru miklu lægri.

Þannig að þeir sem standa illa útaf erlendum lánum geta notað ýmsar leiðir (þ.m.t. frystingu) til að komast yfir erfiðasta hjallann meðan greiðslubyrðin er óyfirstíganleg.

Hugsanlega þarf fólk að fórna einhverju meðan svo er, en það er það sem ég er að benda á. Þeir sem ekki eru tilbúnir að fórna neinu eiga ekki skilið að fá aðstoð. Ég er tilbúinn að fórna til að aðstoða þá sem virkilega þurfa á aðstoð að halda, af hverju ættu þeir sem þurfa aðstoð ekki að vera tilbúnir að fórna?

Heldur, þurfa yfirvöld að færa niður óeðlilegar vísitölur.

Hvað þýðir það fyrir lífeyrissjóði, bankana og aðra fjármagnseigendur? Þetta yrði ekki ókeypis þó sumir haldi því fram.

JJ - 12/05/09 12:53 #

Ég segi enn að fólkið á ekki að vera ábyrgt fyrir gengisfallinu og óðaverðbólgunni. Eitt enn. Vextir af gengislánum hafa hækkað að ég viti.

JJ - 12/05/09 12:55 #

Og alls ekki er víst að gengið lækki, og kannski bara örlítð og sem mun litlu máli skipta.

JJ - 12/05/09 13:03 #

Og eitt enn:

Fölsk verðbólga - almenningur féfléttur af…

Vona að þessi slóð virki.

Matti - 12/05/09 13:28 #

Það kom engin slóð.

Ég segi enn að fólkið á ekki að vera ábyrgt fyrir gengisfallinu og óðaverðbólgunni.

Hverjir þá?

Eitt enn. Vextir af gengislánum hafa hækkað að ég viti.

Libor vextir hafa lækkað.

Og alls ekki er víst að gengið lækki, og kannski bara örlítð og sem mun litlu máli skipta.

Til lengri tíma er nokkuð víst að gengi krónunnar muni styrkjast þar sem krónan er afar veik eins og er. Það gerist ekkert endilega á þessu ári eða næsta, en til lengri tíma litið.

Vel má vera að verðbólgan sé "fölsk". Ég veit að ýmislegt hefur hækkað verulega í verði síðara árið, t.d. bifreiðar, flatskjáir, myndavélar, tölvur, matvæli og svo framvegis.

Fasteignaverð kemur aftur á móti sterkt inn og spurning er hvort ekki eigi að taka það úr vísitölunni.

Ef ég lagði milljón í banka fyrir ári fæ ég eflaust minna fyrir hana og vexti í dag þrátt fyrir háa vexti heldur en ef ég hefði eytt miljóninni fyrir ári.

Það er hin hliðin á verðtryggingunni.

Matti - 12/05/09 13:41 #

Nei, skuldarar sem slíkir eiga ekki að vera ábyrgir fyrir gengisfallinu og óðaverðbólgunni. Heldur yfirvöld.

Hvaða yfirvöld? Áttu við skattgreiðendur?

N.b. í fréttinni sem þú vísar á er að talað um Dollara í 100 krónum, í dag er hann á tæpar 126 krónur. Þetta er töluverð lækkun.

Það er enginn grundvöllur fyrir því að Dollarinn fari aftur í 60 krónur og Evran í 80.

Matti - 12/05/09 13:45 #

Varðandi hina færsluna, þar sem talað er um að verðbólgan sé einungis útaf gengisbreytingum, þá sé ég ekki hvaða máli það skiptir.

Ef ég var að spá í að kaupa flatskjá fyrir ári, kostaði hann kanski 200.000 krónur, í dag 300.000 krónur (algjörlega skáldað dæmi). Þetta er verðhækkun og ef ég miða sparnað minn við þetta þá hefur sparnaðurinn minnkað í banka á hæstu innlánsvöxtum.

JJ - 12/05/09 14:47 #

Matti, hann sagð: "Ég tel að það sé ólíklegt að dollarinn fari undir sem nemur hundrað krónum í framtíðinni, og líklegt að hann verði á bilinu 110 til 130 krónur."

Ég stend við það sem ég sagði að ofan. Skuldarar eru EKKI ábyrgir fyrir glæpamönnum, glæpabönkum og yfirvöldum.

Matti - 12/05/09 14:54 #

Skuldarar eru EKKI ábyrgir fyrir glæpamönnum, glæpabönkum og yfirvöldum.

Skuldarar eru ábyrgir fyrir þeim skuldum sínum. Ef ekki þeir, hverjir þá?

Ef skuldarar eru ekki ábyrgir fyrir skuldum sínum, þá verða hinir, sem ekki skulda, að taka á sig kostnaðinn.

Mér finnst það ekkert rosalega sanngjarnt.

Matti - 12/05/09 14:56 #

Mér finnst dálítið þreytandi til lengdar að ræða við nafnlaust fólk (með nafnlaust póstfang).

JJ - 12/05/09 15:17 #

Ég er ekki nafnlaus þó eg gefi það ekki upp. Og finnst ekkert þýða að rökræða við þig. Endurtek, skuldarar eru ekki ábyrgir fyrir glæpum einkabanka. Og ekki heldur verkum yfirvalda. Og vertu blessaður.

Matti - 12/05/09 15:20 #

Ég er ekki nafnlaus þó eg gefi það ekki upp.

Þú ert nafnlaus hér. Gefur ekki upp nafn og notar nafnlaust póstfang. Ég hef semsagt ekki hugmynd um hver þú ert.

Og finnst ekkert þýða að rökræða við þig.

Það er skiljanlegt þar sem ég samþykki ekki fullyrðingar þínar. Ég reyni að fá þig til að rökstyðja mál þitt.

Algengt er að fólki þyki ekkert þýða að rökræða við þannig fólk.

Endurtek, skuldarar eru ekki ábyrgir fyrir glæpum einkabanka. Og ekki heldur verkum yfirvalda.

Skuldarar eru ábyrgir fyrir skuldum sínum. Flóknara er það ekki. Skilmálar lána lágu fyrir þegar skuldarar skrifuðu undir lánin og fengu afhenta fjármuni.

Vertu blessaður sömuleiðis.

Sindri Guðjónsson - 12/05/09 18:04 #

Ég eignaðist mitt þriðja barn í ágúst 2008, og keypti bíl nokkrum mánuðum fyrr (mars 2008) sem væri nógu stór til að rúma 5 manna fjölskyldu. Ég þurfti að suða til að fá að taka lánið í íslneskum krónum, og var varaður þrisvar sinnum við. Mér var sagt að það væri tóm vitleysa hjá mér að vilja lánið í íslneskum krónum. Með því að taka myntkörfulán eru menn að veðja á krónuna, að hún styrkist. Ég var bara alls ekki til í slíkt veðmál.

Sumir veðjuðu að óþörfu, og þeir þurfa auðvitað að bera einhvern hluta þeirrar ábyrgðar.

Arnold - 12/05/09 18:29 #

Matti hvað fær þig til að halda að krónan styrkist á næstunni? Eru ekki frekari líkur á veikingu. Hvað gerist þegar byrjað verður að losa um gladeyrishöft. Pottþétt veiking.

Og Matti, afhverju ertu til í að hjálpa sumum en ekki öllum? Er ekki réttlátast að það verði látið jafnt yfir alla ganga. Þá á eg bæði við um einstaklinga og fyrirtæki. Er ekki eina vitið í stöðunni að láta fólk fara á hausinn ef það getur ekki borgað. Það er mín skoðun. Annað verður ekkert annað en misrétti.

Matti - 12/05/09 19:18 #

Matti hvað fær þig til að halda að krónan styrkist á næstunni?

Það sagði ég ekki, heldur þvert á móti að til lengri tíma myndi krónan styrkjast. Það byggi ég á því að krónan er mjög veik í dag.

Og Matti, afhverju ertu til í að hjálpa sumum en ekki öllum?

Við höfum ekki efni á að hjálpa öllum, því vil ég leggja áherslu á að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda.

Er ekki réttlátast að það verði látið jafnt yfir alla ganga.

Hugsanlega. En það er ekki praktískt. Af hverju ætti t.d. að afskrifa einhvern hluta minna lána þegar ég ræð við að borga af þeim? Hvað þá með þá sem ekkert skulda, eigum við að borga þeim beinharða peninga svo við séum ekki að mismuna?

Þá á eg bæði við um einstaklinga og fyrirtæki. Er ekki eina vitið í stöðunni að láta fólk fara á hausinn ef það getur ekki borgað.

Það má vel vera að fólk geti ekki borgað í dag vegna tekjumissis eða út hækkandi lánum. Mörgum má eflaust hjálpa með sérstækum aðgerðum, t.d. lengingu lána sem lækkar greiðslubyrði. Ég er fylgjandi því að við hjálpum fólki við að komast hjá gjaldþroti ef það er hægt og ef fólk er tilbúið að leggja eitthvað á sig, fórna einhverju.

Það er mín skoðun. Annað verður ekkert annað en misrétti.

Þjóðfélag samhjálpar gengur út á að hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda. Þannig greiðum við öryrkjum bætur en ekki þeim sem eru heilbrigðir. Er það misrétti?

Arnold - 12/05/09 20:36 #

Skrítinn samanburður þetta með öryrkja. Við hjálpum öryrkjum vegna þess að þeir hafa ekki fulla starfsgetu. Fólk sem skuldar kom sér í þetta sjálft og ég þar með talinn. Ég legg vandræði mín ekki að jöfnu við aðstæður öryrkja og finnst því engin ástæða til að mér sé hjálpað sérstaklega. Ég hef engan áhuga á að þú Matti sért rukkaður fyrir mín óhagstæðu lán svo ég geti sloppið fyrir horn.

En hvernig ætlar þú að framkvæma þetta mat á hverjum er bjrgandi og hverjum ekki? Það er það sem ég er að reyna að fá hér upp á borðið. Getur það mat nokkru sinni orðið réttlátt??????????????? Ég held ekki. Réttlæti er ekki alltaf praktískt. Sennilega sjaldan. Þess vegna víkur það oftast fyrir hagsmunum einhverra. Mannréttindi eru yfirleitt brotin vegna þess að þau er ópraktískt fyrir valdhafa eða ráðandi hagsmuna aðila

Matti - 12/05/09 21:35 #

Ég hef engan áhuga á að þú Matti sért rukkaður fyrir mín óhagstæðu lán svo ég geti sloppið fyrir horn.

Ekki ég heldur ;-) En af hverju ætti að rukka mig ef önnur úrræði eru í boði?

En hvernig ætlar þú að framkvæma þetta mat á hverjum er bjrgandi og hverjum ekki?

Það er t.d. í verkahring Ráðgjafastofu heimilanna. Þar er farið yfir skuldir fólks og séð hvort hægt er að finna úrræði. Reyndar er afskaplega löng bið eins og er en yfirvöld hafa sagst ætla að gera eitthvað í því.

JJ - 12/05/09 21:53 #

"Mannréttindi eru yfirleitt brotin vegna þess að þau er ópraktískt fyrir valdhafa eða ráðandi hagsmuna aðila".

Sammála Arnold.

"Ég þurfti að suða til að fá að taka lánið í íslneskum krónum, og var varaður þrisvar sinnum við. Mér var sagt að það væri tóm vitleysa hjá mér að vilja lánið í íslneskum krónum".

Já, svona var það, eins og Sindri lýsir.

Matti - 12/05/09 21:58 #

Samt tók Sindri lán í íslenskum krónum.

Ég get ekki séð annað, eftir að hafa kynnt mér þær lausnir sem eru í boði (sem Marinó telur upp í bloggfærslu) að sanngirni verði gætt í þessu máli. Ég hef ekki ástæðu til að halda annað.

Arnold - 12/05/09 22:07 #

Var ég að segja að þú ættir að borga? Þessi úrræði er ofmetin. Ég veit það. Ég er að berjast. Ég er á vígvellinum. Ég hef talað við bankafólk. Ég hef leitað mér ráðgjafar. Aðgerir sjórnvalda er mjög ofmetnar. En ég er heldur ekki að krefjast þess að hið opinbrea bjargi mér. Mér finnst eðlilegt að ég fari á hausinn. Mér finnst að það eigi líka að ganga yfir aðra í sömu stöðu.

Úrræðin sem eru í boði eru ekki í boði fyrir alla. T.d. er greiðsluaðlögun ekki til boða þeim sem hafa starfað sjálfstætt síðustu 3 ár. Þess vegan eru ég og dagmamman ekki með í því dæmi. En ég nenni ekki að þræta við þig um þetta. Mér finnst einfaldlega mjög heimskulegt að það sé verið að afskirfa skuldir sumra en ekki annara. Ég skil t.d. ekki afhverju skuldir sumra fyrirtækja eru afskrifaðar og þar með unnið gegn fyrirtækjunm sem ekki njóta afskriftar. Engu að síður virðist fólk geta réttlætt það. Mér finnst einfaldlega hreinlegast að láta jaft yfir alla ganga. Þeir sem ekki geta staðið í skilum fara á hausinn.

Þú hefur engar hugmyndir um hvernig á að fíltera þá frá sem á að hjálpa og hverja á að láta fara á hausinn. Vísar bara á ráðgjafastofu heimilana. Þú vilt fíltera en veist ekki hvernig. Það á allt eftir að loga í illdeilum í þjóðfélaginu þegar kemur að þessu. Að fara að greina í sundur fólk mun leiða til misréttis. Réttara væri að deyfa höggið við gjaldþrotið t.d. með því að fyrna kröfur eftir einhvern árafjölda. Það er verið að afskirfa milljarða í eignarhlaldsfélögum núna. Það er ekki verið að gefa veiðileyfi á einstaklinga þar sem eftir er. Skuldin er afskrifuð. Punktur. Hvers vegna gildir allt annað með einstaklinga? Af hverju afskirfast ekki skuldin eftir 10 ár. Það liggur við að maður fái þyngri dóm fyrir gjaldþrot heldur en að flytja inn 10kíló af kókaíni. Það má ásækja mann alla leið í gröfina.

Matti - 12/05/09 22:20 #

Arnold, ég held þú ættir að slaka aðeins á í stað þess að túlka allt sem ég segi á versta veg.

Var ég að segja að þú ættir að borga?

Var ég að segja að þú hefðir verið að segja það! Nei.

Þú hefur engar hugmyndir um hvernig á að fíltera þá frá sem á að hjálpa og hverja á að láta fara á hausinn. Vísar bara á ráðgjafastofu heimilana.

Ég hef bara víst hugmyndir um það. Benti bara á augljósasta svarið.

Fyrsta svar mitt er þetta: Það á að aðstoða þá sem ráða ekki tímabundið við að greiða af lánum sínum, t.d. með lengingu lána eða frystingu.

Það furðulega er að viðbrögð margra við slíkum hugmyndum felast í ógurlegri vandlætingu, fólk er jafnvel móðgað yfir hugmyndum um að lengja lánin.

Réttara væri að deyfa höggið við gjaldþrotið t.d. með því að fyrna kröfur eftir einhvern árafjölda.

Ég get tekið undir það, vandamálið snýst um að kröfuhafar geta viðhaldið kröfum.

Ég hef persónulega reynslu af gjaldþroti, hef ekki lent í því sjálfur en nánir ættingjar mínir hafa gert það og ég veit alveg um hvað það snýst, ólíkt flestum sem tjá sig um þessi mál.

Fólk hefur orðið gjaldþrota á Íslandi í hundrað ár (svo ég skjóti út í loftið) og verður áfram gjaldþrota.

Vissulega stendur þú illa sem einyrki, það er gloppa í þessu dæmi og ég hef ekki hugmynd um hvað er verið að gera fyrir þann hóp.

Arnold - 12/05/09 22:44 #

Ég er alveg slakur :) Slakðu á sjálfur Matti.

Varðandi einyrkja að þá held ég að þeir séu dauðadæmdir. Þeir flokkast ekki sem heimili og ekki heldur sem fyrirtæki sem ástæða er til að aðstoða. Það er nefnilega verið að meta hvað eru þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki og þeim þarf að hjálpa og afskrifa skuldir þeirra. Píparar, smiðir, rafvirkjar, vörubílstjórar, ljósmyndarar o.s.frv sem hafa starfað sjálfstætt fara í hópum á hausinn. Það er engin grundvöllur fyrir þerra rekstri lengur. Þeir fengu ekki kúlulán eins og félagarnir í Teymi ( og margir fleirri) sem tryggði að þeir töpuðu aldrei neinu. Litlu karlarnir þurftu að skaffa veð sem nú er verið að ganga á.

Það er ljóst að það á að hjálpa mjög fáum. Nálaraugað verður þröngt. Mjög þröngt. Þess vegna finnst mér að það eigi ekkert að vera að púkka upp á suma. Hvort sem það er Jón eða sérá Jón. Það er slæmt að þeir sem fresmstir fóru í flokki við að skuldsetja þjóðina og setja hana á hausinn sitja í makindum og hafa það fínt. Á þerra presónulegu eignir verður ekki gengið. Þeir þurftu jú ekki að skaffa veð í sínum húsum og eignum til að fá lánaða milljarða.

Matti - 13/05/09 08:34 #

Það er ljóst að það á að hjálpa mjög fáum. Nálaraugað verður þröngt.

Mér finnst það einmitt ekki ljóst.

Arnold - 13/05/09 10:08 #

OK, Matti. Þú veist þetta. Ég hef greinilega leitað mér ráðgjafar hjá bjánum. Fattaði ekki að tala við þig. Man það næst.

Matti - 13/05/09 10:09 #

Mikið leiðast mér þessir stælar Arnold.

Örn Guðmundsson - 13/05/09 10:31 #

Sælir. Ég les þessa síðu reglulega og er yfirleitt sammála þeim skoðunum sem koma fram hér. Ég er hins vegar skíthræddur við þá leið sem er verið að fara núna, og Matti er sammála. Því er ég forvitinn að heyra skoðanir ykkar á hvort lánastofnanir (bankar, lífeyrissjóðir og ÍLS) eigi að sleppa með skrekkinn eftir arfaslakar ráðleggingar.

Ég get aðeins talað út frá eigin stöðu, og finnst vægast sagt blóðugt að ég sitji uppi með öll vandamálin, og lánastofnanir eru stikkfrí. Ég flutti til Íslands eftir langt nám, og náði mér í góða vinnu á góðum tekjum. Ég sótti ráðleggingar um hvað ég gæti gert og hvað ekki. Mér var ráðlagt að ég gæti vel keypt einbýlishús/raðhús og fínan jeppa á a.m.k. 6 milljónir. Allt gekk þetta upp á pappírunum, enda allt byggt á gengislánum. Ég tók þær ráðleggingar og deildi í með 2 (og rúmlega það) og keypti mér blokkaríbúð (fyrsta húsnæðið) og stationbíl. Ég lagði út allan sparnað minn, 4 millur í dæmið OG tók allt verðtryggt (sem kostaði helvítis röfl og suð í lánastofnunum). Ég gerði ráð fyrir í útreikningum mínum að ég gæti tekið á mig allt að 25% hækkun, og samt borðað þann mat sem mig langar í, og skroppið í bíó og leikhús og þess háttar öðru hvoru.

Dæmið lítur þannig út núna að ég hef tekið á mig 48% hækkun á greiðslubyrði - þökk sé stýrivöxtum og verðtryggingu. Ég hef tekið á mig 10% launalækkun og konan mín er í einyrkjagildrunni sem lýst er hér að ofan. Hún er svo til verkefnalaus í ofanálag. Reksturinn á ísskápnum hefur hækkað óheyrilega, og þar sem við kaupum aðeins nauðsynjar núna (sem var vissulega ekki tilfellið fyrir ári síðan) er reksturinn samt hærri en hann var.

Ég spyr því: Af hverju tek ég allt tjónið á mig, en fjármagnseigendur eru tryggðir í bak og fyrir, fyrir skakkaföllum á borð við þessi? Ef hækkun á íbúðarlánum hefur verið 48%, af hverju er ég ekki að taka á mig 24% og fjármagnseigendur rest? Og síðast en ekki síst, hafa þeir sem skulda lítið orðið fyrir sama tjóni og við hin, þ.e.a.s. fengið sömu prósentulegu skerðingu ? Ef svo er er þá ekki hægt að finna þessa prósentu (eða hluta af henni) og leiðrétta á línuna (ATH að ég er að tala um verðtryggð lán núna)?

Örn Guðmundsson - 13/05/09 10:35 #

Æjh, gleymdi að pæla aðeins í ráðleggingum:

Ef ég fæ tannpínu, fer ég til tannlæknis, og leita ráðgjafa hjá honum. Ef pípulagnirnar fara í hass, tala ég við pípulagningarmann. o.s.frv.

Skv röksemdafærslu sem hefur komið fram á netinu og í þjóðfélaginu síðustu mánuði, var maður nautheimskur að sækja sér fjármálaráðleggingar hjá fjármálastofnunum. Er ekki eitthvað öfugt í þeim skilaboðum ? Er ekki kerfið eitthvað skrítið þegar ráðleggingar fjármálastofnana eru beinlínis viðskiptavininum í óhag til lengri tíma litið ?

Matti - 13/05/09 10:37 #

Því er ég forvitinn að heyra skoðanir ykkar á hvort lánastofnanir (bankar, lífeyrissjóðir og ÍLS) eigi að sleppa með skrekkinn eftir arfaslakar ráðleggingar.

"Fjármagnseigendur" hafa tapað gríðarlegum upphæðum og munu tapa enn meira. Út á það ganga meðal annars samningarnir um flutning krafna yfir í nýju bankana, þe.a.s. hve mikið eigi að afskrifa. Þar eru menn að reyna að vera raunsæir.

Ef við bætum við flötum afskriftum ofan á það, jafnvel hjá þeim sem ráða við að greiða skuldir sínar (ég), er það hrein viðbót. Hundruðir milljarða sem bætast ofan á allt hitt.

Við höfum ekki efni á að bæta öllum eitthvað en við höfum efni á að verja einhverja. Það er í raun það eina sem ég er að segja.

Er ekki kerfið eitthvað skrítið þegar ráðleggingar fjármálastofnana eru beinlínis viðskiptavininum í óhag til lengri tíma litið ?

Algjörlega. Kerfið var rotið.

Arnold - 13/05/09 12:24 #

Matti, biðst afsökunar er þér finnst ég vera með stæla. Það er ekki ætlun mín.

Var fólk vitleysingar að þyggja ráð þessara ráðgjafa sem mæltu eindreigið með myndkörfulánum? Heldur þú að venjulegur Íslendingu hafi haft forsendur til að meta hvort þetta var varasamt eða ekki. Heldur þú að venjulegur íslendingu hafi haft grun um að lánið myndi hækka yfir 100%

En þú vilt borga hærri skatta til að hjálpa sumum. Segðu mér nú hvernig þú vilt að þetta verði filterað þ.e. hverjum á að hjálpa. Ekki benda á Ráðgjafastofu heimilana.

Arnold - 13/05/09 12:25 #

Myntkörfulán átti þetta að vera.