Örvitinn

Trúaruppeldi

Ég fæ hroll þegar ég sé eða heyri orðið "trúaruppeldi". Prófa stundum að setja orðið "heilaþvottur" í staðin og það smellpassar yfirleitt.

efahyggja
Athugasemdir

Gurrí - 13/05/09 16:46 #

Sl. sunnudagskvöld, eftir miðnætti reyndar, sat ég stjörf yfir heimildamynd um trúarbyltingu í Bandaríkjunum og er enn í sjokki. Aumingja vesalings börnin sem trúa öllu sem kexruglað, fullorðið fólk segir þeim. Þetta var algjör viðbjóður. Þótt enn sé stundað trúboð í skólum, leikskólum og sumarbúðum hér á landi erum við þó talsvert skárri.

Hólmfríður Pétursdóttir - 13/05/09 16:52 #

Mig langar svo til að vita af hverju orðið trúaruppeldi vekur þér hroll. Það er ekki von að ég skilji það í fyrstu atrennu, en viltu reyna?

Gurrí, ég veit ekki til þess að trúboð sé stundað í öðrum sumarbúðum en þeim sem eru reknar af kirku eða kristnum félögum. Svo þar er enginn undir fölsku flaggi.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 13/05/09 16:57 #

Þegar ég les eða heyra lýsingar á "trúaruppeldi" prófa ég að breyta setningunum í "stjórnmálauppeldi" eða "trúleysisuppeldi".

Matti - 13/05/09 17:17 #

Gurrí, myndin sem þú sást er skelfileg. Sem betur er ástandið ekki svona slæmt hér á landi þó það fari ansi stíft trúboð fram í sumarbúðum kristinna trúfélaga. Bæði þeim sem ríkiskirkjan rekur og hinum.

Hjalti kemur með fínan punkt. Málið er að "trúaruppeldi" er eitthvað sem ég skil ekki. Vissulega ölum við börnin okkar upp í þeirri menningu sem við erum hluti af, því má gera ráð fyrir að kristið fólk ali sín börn upp í kristinni trú. En trúaruppeldi þýðir að kristnir foreldrar halda kristnum kenningum að litlum börnum sem hafa engar forsendur til að meta þær.

Ég el dætur mínar ekki upp til að verða góðir trúleysingjar, ég el þær upp til að verða góðar manneskjur.

Hólmfríður Pétursdóttir - 13/05/09 17:18 #

Hjalti Rúnar Frá mínum sjónarhóli er óhjákvæmilegt að uppalendur setji mark sitt á skoðanir barna sinna. Ekki mikið með orðum sem beint er að barninu, heldur með framkomu sinni gagnvart barninu og öðru fólki og hefðum og siðum á heimilinu. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Trúaruppeldi getur verið mjög jákvætt, en reynsla margra sem hafa verið alin upp við harðan aga strangtrúaðra er ekki góð. Það er ósnngjarnt að líta of mikið til slíkra hópa þegar rætt er um kristið fólk á Íslandi.

Matti - 13/05/09 17:24 #

En við tölum ekki um "trúleysisuppeldi" eða "stjórnmálauppeldi". Af hverju ætli það sé?

Hjalti Rúnar Ómarsson - 13/05/09 17:24 #

Mér persónulega finnst "trúaruppeldi" alveg svakalegt "double-speak". Það er einfaldlega verið að tala um mjög mikinn og skipulagðan áróður til þess að barnið verði ákveðinnar trúar, samþykki kennisetningar sem eiga við engin rök að styðjast.

Við gætum ímyndað okkur "stjórnmálauppeldi" þar sem foreldrarnir senda lítil börn í laugardagsskóla hjá stjórnmálaflokkunum, þar sem þau "læra" sannindi stefnu flokksins. Fyndist þér það ekki hálf-sjúkt?

Hólmfríður Pétursdóttir - 13/05/09 17:47 #

Ég held að það sé að kvikna á minni peru. Það er hlutverk kirkjunnar, samkvæmt boðum Jesú að skíra og kenna (sumar kirkjudeildir snú þessu við og kenna fyrst og skíra svo). Kirstið fólk er reyndar að læra í trúarefnum eins og öðru eins lengi og það lifir. Kirkja hlýtur því að vona að þeir sem komast í snertingu við starf hennar styrkist í þeirri trú sem þeir eru skírðir til. Þeir sem fara með börn sín til kirkjunnar hljóta að vita hvað þeir eru að gera. Ég hef unnið í sumarbúðum bæði kirkjunnar og KFUK mörg sumur á yngri árum og fullyrði að enginn er þvingaður til neins. Ég er líka viss um að sá árangur (frá okkar sjónarmiði) sem verður af þessu starfi verður mest vegna viðmóts starfsfólks og þess atlætis sem krakkarnir njóta. Svo er gaman leikur og grín, en umfram allt öryggi.(vona ég) Enn er ég ekki búin að ná því alveg hvernig ykkur finnst börnin geta skaðast. Ég skil að þeir foreldrar sem hafa ákveðið að vera utan trúfélaga haldi börnum sínum frá starfi Kirkjunnar til að forðast óþarfa átök í barnssálinni. En ég skil ekki af hverju þið eruð á móti trúaruppeldi yfirleitt. Nú er ég aftur farin að tala við tvo, en sem betur fer eruð þið Matti og Hjalti Rúnar ekki eitt.

Matti - 13/05/09 17:51 #

Þeir sem fara með börn sín til kirkjunnar hljóta að vita hvað þeir eru að gera.

Ég er ekki viss. Ég held að margir foreldrar geri sér ekki grein fyrir því hve mikið trúboð fer t.d. fram í kristilegum sumarbúðum.

Get t.d. bent á að mjög margir foreldrar héldu að heimsóknir leikskólaprests væru ósköp saklausar sögustundir en ekki kristniboð eins og það reyndist vera.

Enn er ég ekki búin að ná því alveg hvernig ykkur finnst börnin geta skaðast.

Ég held við höfum ekkert minnst á skaða í þessari umræðu.

Hólmfríður Pétursdóttir - 13/05/09 18:00 #

Matthías, Geturðu reynt að gera mér skiljanlegt hvað er þá að ef börnin skaðast ekki og koma glöð og ánægð heim og hafa ef til vill eignast vísi að innra öryggi.(ekki misskilja mig trú er ekki forsenda innra öryggis) Af hverju er það ekki saklaust að brestur segi börnum sögur og jafnvel biðji með þeim, sem mér finnst hann hefði ekki átt að gera.

Arnold - 13/05/09 18:05 #

Segðu mér Hólmfríður. Værir þú til í að fulltrúi muslima eða hindúa eða búddista hittu börnin þín reglulega og færu með þeirra bænir með börnunum ?

Eða er það öðruvísi þegar um ríkiskirkju prest er að ræða og umræðu efnið er á þeirra ríkiskirkjunnar?

Arnold - 13/05/09 18:06 #

Á forsendum ríkiskirkjunnar átti þetta að vera.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 13/05/09 18:10 #

Hólmfríður, hvað fyndist þér um stjórnmálaflokk sem væri með "laugardagsskóla" handa börnum, þar sem þeir kenndu um sannindi stefnu flokksins?

Hólmfríður Pétursdóttir - 13/05/09 18:22 #

Hjalti, Ef þeir héldu sig á sínum stað, þá þeir um það. Arnold, nú versnar í því, það er svo erfitt að svara ef og hefði því maður í fyrsta lagi breytist með aldrinum og ég get ómögulega vitað hvernig ég hefði brugðist við sem kristin móðir á þeim tíma sem ég var líka á fullu í barnastarfi kirkjunnar í öðru lagi færi það eftir því hvaða stefna múslima og búddista væri á ferðinni. Margir Íslendingar hafa þegar tileinkað sér margt frá Hindúum, án þess að vita hvaðan það kemur. Svar ég hefði sennilega leyft það og tekið á því heima að vinna úr spurningum. Ég trúi ví statt og stöðugt að þekking og skilningur sé undirstaða umburðarlyndis og vinni gegn fordómum.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 13/05/09 18:34 #

Já, þeir um það. En fyndist þér það ekki svolítið sjúkt að stjórnmálaflokkur myndi vinna skipulega að því að sannfæra lítil börn um að stefna þeirra sé rétt?

Arnold - 13/05/09 18:35 #

Þú ert sem sagt til í almenna trúarbragðafræðslu. En hefðir þú samþykkt bænahald viðkomandi trúarhópa með börnunum þínum?

Hólmfríður Pétursdóttir - 13/05/09 18:57 #

Hjalti Rúnar.

Auðvitað væri það súrt en mér finnst það þurfi að vera hægt að treysta fólki til að velja og hafna, þeir mundu hætta ef engin aðsókn væri. Gerum ráð fyrir að ekki skelli á okkur fasismi eða önnur tegund alræðis.

Arnold, Ég var trúarbragðakennari í ótal ár, hætti vegna aldurs og lasleika.

Mig minnir að kennsla um önnur trúarbrögð en kristin byrji í 5. bekk.

Mínar dætur voru vanar bænahaldi svo það hefði ekki komið þeim á óvart að biðja, Bænastaða múslima hefði vakið spurningar, kirjandi hindúar sömuleiðis (og ef til vill hlátur), en ég held að ef þeir hefðu komið í einhverjum sérstökum búningum hefði það vakið mesta athygli allra barna.

Börn eru ekki eins, en flest hugsa þau ekki amennilega afstrakt fyrr en í 9. til 10. bekk.

Arnold - 13/05/09 19:14 #

Svaraðau spurningunni? Hefðir þú sætt þig við að þessir trúarhópar sem ég nefndi létu börnin þín byðja bænir þeirra og innræta þeim að þeirra guð væri sá eini rétti?

Hólmfríður Pétursdóttir - 13/05/09 19:31 #

Arnold, Fyrirgefðu, ég var víst ekki búin að svara þessu með bænirnar bara þessu um heimsóknirnar 18:22.

Með sömu fyrirvörum og ég setti þar já, ég hefði að minnsta kosti ekkii byrjað á því að setja mig á móti slíkri heimsókn.

Ef þessir trúarhópar hefðu ætlað að gera þannig heimsóknir að föstum lið í starfi leikskólans (því í grunnskóla kæmi það ekki til greina) hefði ég sennilega talað við þann sem ræki leikskólann og bent honum á að slíkar reglubundnar heimsóknir væru ekki við hæfi. Þetta er ansi mikið ef, og hefði og ef til vill var ég ekki svona frjálslynd þegar ég var á fertugsaldri.

Arnold - 13/05/09 20:06 #

Já eða nei. Hefðir þú sætt þig við það sem ég spurði um? Þetta er einföld spurning. Fulltrú annars trúfélags en þú tilheyrir. Bæanahald og innræting um að viðkomandi guð sé sá eini sanni.

Ég spyr því þér finnst ekkert athugavert að ríkiskirkjan fái þennan aðgang að börnum í grunnskólum. Eða er ég að miskilja þig?

Hólmfríður Pétursdóttir - 13/05/09 20:16 #

Arnold, Svona spurningu get ég ekki svarað já eða nei.

Viltu gera það fyrir mig að lesa aftur það sem ég var að segja.

Til að tala saman þarf að hlusta. Til að skrifast á þarf að lesa það sem hinn er að segja.

Ég hef svarað þér heiðarlega, um það sem ég held að ég hefði gert.

Í grunnskóla fær enginn aðgang að börnum. Á tómstundaheimilunum sem taka við að skólatíma loknum og eru rekin af ÍTR kemur fólk frá kirkjunni í heimsókn, en foreldrar verða að veita skriflegt leyfi fyrir því að börn þeirra taki þátt í því starfi.

Ef þú vilt spurja aftur þegar þú hefur lesið betur það sem ég var að reyna að segja þá skal ég reyna að tala skýrar.

Arnold - 13/05/09 20:33 #

Þú vilt sem sagt ekki að fulltrúar trúfélaga fái aðgagn að börnum og láti þau biðja og um leið og þeim er innrætt að viðkomandi guð sé málið? Þetta er ekki erfið spurning.

Sonur minn hefur orðið ítrekað fyrir þessu bæði í leik og grunnskóla. Ég er ekki að tala þar um tómstundarheimili. Þetta er því rangt hjá þér að í grunnskóla fái enginn aðgang að börnunum. Það sem ég var að reyna að fá svar við hjá þér hvort þetta væri réttlætanlegt ef ríksikirkjan á í hlut.

Hólmfríður Pétursdóttir - 13/05/09 20:58 #

Þú skildir alveg hvað ég var að segja. Allt í lagi með kynningu, ekki í lagi með marg endurteknar heimsóknir.

Trúboð á hvorki að fara fram í leikskóla, né grunnskóla.

Svo er aftur erfitt að ákveða hvar línan þar á milli liggur.

Var ég að boða Islam með því að láta nemendur mína í 9.bekk læra trúarjátnngu múslíma?

Var ég að boða þeim búddadóm með því að sýna þeim fram á hvað marg í kenningu Búdda er skynsamlegt?

Var ég að boða algyðistrú með því að tala vel og lengi um hugmyndir efristéttar hindúa um Brahman?

Var ég að boða kristna trú með því að láta nemendur læra faðirvorið?

Í yngri bekkjum grunnskóla er ekki hægt að kenna neitt sem krefst þess að krakkarnir hugsi abstrakt, sem sé það eru sögur Biblíunnar sem eru undirstaðan og unnið er með.

Finnst þér í lagi að kenna þeim bænavers?

Hvar finnst þér þessi lína liggja?

Mín skoðun er sú að sá sem ekki hefur kynnst þekktustu sögum Biblíunnar á erfiðara með að tileinka sér ýmis menningarverðmæti.

Svo hefur hvert umræðuefni sinn orðaforða og ég er viss um að það er til bóta að kynnast orðaforða trúarinnar

Jón Yngvi - 13/05/09 21:18 #

Það er stór munur á því að kynna börn fyrir faðirvorinu, bænasiðum hindúa eða múslima eða öðru helgihaldi annars vegar og fullyrða að þau séu að "tala við guð" hins vegar. Þarna liggur línan. Um þetta ætti allt sæmilega skynsamt fólk að geta verið sammála.
Það eru tómir útúrsnúningar að draga menningarlæsi og þekkingu á biblíusögum inn í þessa umræðu. Ég veit ekki til þess að nokkur sé á móti slíkri kennslu.
Það er sjálfsagt að börn þekki ýmsar frásagnir úr Biblíunni, rétt eins og þau læra t.d. sögur af landnámsmönnum, galdrabrennum og Bakkabræðrum. Allt gerir þetta þeim auðveldara að tileinka sér menningarverðmæti.

Hólmfríður Pétursdóttir - 13/05/09 21:37 #

Jón Yngvi,

Ég sé ekki betur en við séum sammála. Ég vil ekki trúboð í leikskóla og grunnskóla. Það hef ég sagt áður.

Það geta ekki verið margir kennarar sem ekki vita þetta.

Ég er ekki að rengja þá foreldra sem eiga börn sem hafa orðið fyrir því á leikskólum sem sveitarfélag rekur eða í grunnskóla á vegum ríkisins.

Ég biðst undan því að vera vænd um útúrsnúnnga, það hlýtur að verða að skilgreina tilhvers er verið að kenna um trúarbrögð í skólum.

Ég taldi mig vera að taka þátt í umræðu en ekki kappræðum sem snúast um að gera lítið úr viðmælandanum eða rifrildi. Góða nótt.

Haukur - 13/05/09 23:00 #

Ég hef nú samúð með Hólmfríði að vera sú eina kristna í umræðunni og lenda í dálítilli yfirheyrslu.

En það er athyglisvert að velta þessu fyrir sér með börnin og boðunina. Ætli það séu kannski einhverjir ókristnir sem hefðu áhuga á að mæta í leikskólana? Mér skilst að SGI-búddistar séu boðandi og ég veit að þeir eru með barnastarf - kannski þeir hefðu áhuga. Annars hef ég ekki hugmynd um hvernig búddistar iðka barnastarf, hvort það er íhugun eða söngur eða fræðsla eða hvað.

Svo er Ásatrúarfélagið með barnastarf (bls. 2) en er ekki boðandi.

Ég get ekki fundið neinar upplýsingar um barnastarf múslimanna, bahá'í-mannanna eða hinna tveggja búddistahópanna.

Haukur - 13/05/09 23:07 #

Annars hættir þemað "trúaruppeldi barns" bráðum að vera fræðilegt viðfangsefni hjá mér og fer að verða praktískur raunveruleiki. Hvað gera bændur þá?

Matti - 14/05/09 10:27 #

Mikið varð mikil umræða úr þessari saklausu bloggfærslu :-)

Hólmfríður Pétursdóttir - 14/05/09 11:02 #

Allt mér að kenna. Búin að vera hlutlaus allt of lengi og nýt þess að mega láta trú mína og skoðun í ljós. Takk fyrir vetvanginn, Matthías.