Örvitinn

Alþingishefðir og hálstau

Það er fagnaðarefni að karlmenn hafa nú álíka frelsi og konur í fatavali á Alþingi. Megi þessi þróun halda áfram og hefðirnar hverfa eða þróast.

Það er misskilningur að virðing tengist jakkafötum og bindi. Fáum treysti ég verr en körlum í jakkafötum sem eru ekki á djamminu. Það voru karlar í jakkafötum með bindi sem settu þjóðfélagið á hausinn og Árni Johnsen hefur alltaf verið með bindi á þingi.

Hver veit, kannski verður hætt að hrúga Alþingismönnum í kristilega messu í Dómkirkjunni þar sem æðstistrumpur ríkiskirkjunnar prédikar yfir þingmönnum allra landsmanna, líka þeirra sem eru trúlausir eða annarar trúar en æðstistrumpur. Það er nefnilega hægt að hafa setningu Alþingis miklu merkilegri ef menn hætta að hugsa í úreltum hefðum.

Þegar slík umræða kemur upp mun heyrast harmakvein.

pólitík
Athugasemdir

Hólmfríður Pétursdóttir - 13/05/09 19:13 #

Við setningu Alþingis predika yfirleitt strumpar með hvíta húfu. Sá með rauðu húfuna er bara viðstaddur.

Kalli - 13/05/09 19:48 #

Reyndar treysti ég ekki gaurum sem djamma í jakkafötum. Menn sem klæða sig upp í jakkaföt til að djamma gefa mér annað hvort douchebag eða clueless vibes.

(Ég man ekki orðið hvenær ég djammaði síðast í jakkafötum ef undan eru skilin partí sem kröfðust furðufata.)

En þetta er auðvitað þráðarrán áður en kominn er þráður :)

Matti - 14/05/09 10:33 #

Blaðrar biskup ekki alltaf eitthvað líka? Hann gengur a.m.k. fremstur ásamt forseta.

Ég fer afar sjaldan í jakkaföt en það er nú bara vegna þess að ég hef vaxið upp úr þeim :-(

Hólmfríður Pétursdóttir - 14/05/09 11:04 #

Ég er nokkuð viss um að biskup þarf ekki að taka til máls, en hann á sinn stað í göngunni.

Matti - 14/05/09 11:11 #

Séra Anna Sigríður Pálsdóttir dómkirkjuprestur predikar og þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni. #

Ok, æðstistrumpur þjónar fyrir altari :-)

Ég vil sjá menn hafa hugrekki til að sleppa þessu alfarið. Það er engin ástæða til að setning Alþingis hefjist í guðsþjónustu. Alþingismenn geta farið í guðsþjónustu hvenær sem þeir vilja.