Örvitinn

Skilanefnd LÍ og Byr

Ef hlutur LÍ í Byr hefði verið seldur hefði ný stjórn tekið við Byr af þeirri gömlu sem ber ábyrgð á því að koma Byr á hliðina, tæma varasjóðinn.

Í staðin var þess krafist að stjórnmálamenn færu að skipta sér af bankastarfsemi og gamla stjórnin heldur velli í þessum sparisjóði. Í fréttum kom fram að fyrsta verk stjórnarinnar yrði að ganga í að semja við Glitni um skuldir stofnfjáreigenda vegna kaupa á stofnfé. Ég get ekki séð að persónuleg fjármál stofnfjáreigenda komi stjórninni við.

Þannig að hneykslaða fólkinu tókst að koma í veg fyrir að ný (og hugsanlega betri) stjórn tæki við. Spillingarliðið vann.

Sér enginn hvað þetta er klikkað?

pólitík
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 16/05/09 11:57 #

Kannski var þessi Lárus ekki svo mikið illmenni eins og Baugsmiðlarnir vildu láta hann líta út fyrir? Enda fyrst Baugur og þeirra henchmen voru að skipta sér af þá var nokkuð ljóst hverjir voru góðu og hverjir voru vondu gaurarnir.

Matti - 16/05/09 18:45 #

Umfjöllunin var ansi undarleg. Þögnin eftir aðalfund Byr er jafnvel enn undarlegri.