Örvitinn

Hvar er alþingisprédikunin?

Ég er enn að bíða eftir því að prédikun séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur við setningu Alþingis birtist á netinu. Hún er ekki enn komin á trú.is.

Ræða forsetans (pdf skjal) er opinber og fyrirlestur Siðmenntar er aðgengilegur á netinu.

Hræðist kirkjan samanburð?

kristni
Athugasemdir

Pétur - 18/05/09 15:04 #

Ég efast um að þeir hafi næga meðvitund til að hræðast. Mér finnst hefðbundinn slóðaskapur mun líklegri.

Hjalti Rúnar Ómarsson - 18/05/09 17:36 #

Komin á netið, eins og vanalega þá er þetta afskaplega innihaldslaust.

Matti - 18/05/09 20:21 #

Óskapleg þvæla er þetta. Ég átti svosem ekki von á öðru.

Magnús - 18/05/09 20:35 #

"...og við gátum bara andvarpað og stunið og beðið þeirrar einu bænar sem beðin verður yfirleitt: „Drottinn, miskunna þú oss.“"

Henni yfirsást þarna möguleikinn á að gera eitthvað uppbyggilegt til að bregðast við vandanum, en kannski er þetta praktískur möguleiki. Ég prófa það kannski ef ég verð bensínlaus einhvern tíma, eða fæ minna til baka frá skattinum en ég bjóst við, að tuldra bara "Drottinn, miskunna þú mér" og sjá hvort þetta reddast ekki allt bara af sjálfu sér.

Haukur - 18/05/09 22:40 #

Þetta er sennilega hvorki betra né verra en venjulega. Tvennt sem mig langar að gera athugasemdir við.

Það getur enginn núlifandi maður ímyndað sér þau lífskjör sem þarna var búið við.

Ætli lífsbaráttan sé ekki álíka erfið víða um lönd og hún var þar og þá þótt hún sé það ekki hér á landi eins og er.

[Manninum] hefur verið gefið lífið og náttúran, heilsan og ástvinirnir. Honum er falið að hlúa að þessu öllu eins og kostur er en ekki að ganga á hlut umhverfisins í skefjalausri sókn í hluti sem hann telur sig ekki geta verið án.

Þarna kemur fram hugmyndin um að guð hafi gefið okkur náttúruna og falið okkur að sjá um hana. Þetta er rangt. Það er náttúran sem er guð og það erum við sem erum undirsett henni en ekki öfugt.

Ég leyfi mér að þýða hérna og stytta aðeins klausu eftir John Michael Greer:

"Við höfum öll alist upp við að hugsa um náttúruna eins og krúttlega, hjálparlausa kanínu sem sumir vilja vernda og aðrir, knúnir af viljanum til valds, vilja kremja í blóðuga klessu. Hvorir tveggju hafa rangt fyrir sér. Það sem menn hafa ranglega talið vera kanínu er einn þófinn á sofandi skógarbirni sem getur, ef hann er vakinn, rifið útlimina af okkur einn í einu og rifið í sig hræin."

Hjalti Rúnar Ómarsson - 18/05/09 22:51 #

Það er náttúran sem er guð...

Hvað þýðir þetta?

Haukur - 18/05/09 23:44 #

Við ræddum það aðeins hér. Ég er of syfjaður núna til að skrifa um það langt mál en hér er einn hluti af útskýringunni: Það er ekki eitthvert afl handan heimsins sem framkallar trúarlega reynslu heldur heimurinn sjálfur.

Magnús - 18/05/09 23:50 #

Hvað er að ykkur, trú er ekki vond, það má auðvitað rífast um hvort að hún sé rétt eða ekki, en um það er ekki hægt að deila að siðaverk eins og trú er ekki slæm. Þeir sem aðhyllast hana eru líklegir til þess að vilja frekar breyta rétt gagnvart náunganum. Ekki eykur trú líkur á því að menn séu slæmir?

Þið trúið ekki, það er fínt, en leyfir öðrum að trúa í friði, og leyfið þjóðinnni, um 78% í þjóðkirkjunni, að sjá hlutverk hennar í þjóðfélaginu, ég skil ekki hvað er svona svakalega slæmt við þetta.

Fínt að trúa ekki, en fínt að gera það. Hvaða máli skiptir ykkur hvað aðrir eru að gera og hugsa?

Kanarnir myndu segja, GET A LIFE.

Mér sjálfum er skítsama hvort að þið trúið eða ekki, en ykkur er ekki sama hvort að aðrir trúi eða ekki. Afhverju?

Matti - 19/05/09 08:46 #

Vert er að taka fram að hér kommenta tveir Magnúsar.

Þið trúið ekki, það er fínt, en leyfir öðrum að trúa í friði, og leyfið þjóðinnni, um 78% í þjóðkirkjunni, að sjá hlutverk hennar í þjóðfélaginu, ég skil ekki hvað er svona svakalega slæmt við þetta.

Við leyfum öðrum svo sannarlega að trúa í friði, hvað ertu að gefa í skyn?

Fínt að trúa ekki, en fínt að gera það. Hvaða máli skiptir ykkur hvað aðrir eru að gera og hugsa?

Það skiptir mig afar litlu máli hvað aðrir eru að hugsa en gjörðir annarra geta skipt mig miklu máli. Sérstaklega þegar þær snerta mig. Þannig skiptir það mig miklu máli þegar ríkiskirkjan boðar trú sína í leik- eða grunnskólum. Það gerum við trúleysingjar ekki.

Kanarnir myndu segja, GET A LIFE.

Við eigum ágætis líf, en þakka þér tilhugsunina.

Mér sjálfum er skítsama hvort að þið trúið eða ekki, en ykkur er ekki sama hvort að aðrir trúi eða ekki. Afhverju?

Þér er greinilega ekki sama að við tjáum okkur um trúmál. Hver er þá munurinn á þér og okkur?