Örvitinn

Skegg

fésið á mérÉg er að spá í að raka mig fyrir helgina.

Er líka soddan taðskegglingur að það verður bara fáránlegt þegar ég "safna skeggi" (nenni ekki að raka mig).

Merkilegt hvað gráu (hvítu) skeggin vaxa hraðar en hin, standa út eins og þau séu að rembast við að vekja sérstaka athygli á að ég sé næstum miðaldra karl og spila stundum með gamla liðinu í föstudagsboltanum.

Hárið er ekkert byrjað að grána (dettur af í staðin) en hvítu broddarnir verða sífellt fleiri.

Spurning hvort ég raki mig eftir helgi. Stelpurnar í bústaðaferð helgarinnar eru afskaplega æstar í menn sem er hárugir í framan, jafnvel þó þeir séu taðskegglingar.

dagbók
Athugasemdir

Arngrímur - 20/05/09 17:26 #

Mér sýnist þú gætir safnað yfirskeggi. Haha, hvernig litist þér á það? :)

Matti - 20/05/09 17:37 #

Hmm, ég væri eflaust ómótstæðilegur með yfirvaraskegg í bústað :-)

Hjalti Rúnar Ómarsson - 20/05/09 18:03 #

Mér finnst þetta mjög flott mynd, ert hálf-klikkaður á henni einhvern veginn. Sendu blöðunum þessa mynd til þess að hafa með næst þegar þú skrifar grein.

Baddi - 20/05/09 21:08 #

Það er þessi. Ég mæti þá bara líka órakaður. Þá verður þú ekki sá eini sem færð að njóta kvennpeningsins um helgina.

Þórhallur Helgason - 21/05/09 05:18 #

Mér hefur reynst best að 'raka' mig með svona bartskera. Hann nær ekki alveg niður í rót þannig að eftir 'rakstur' er maður með þetta líka fína þriggja daga skegg, alltaf flottur þannig ;)

Sirrý - 21/05/09 22:32 #

Ég ætla rétt að biðja ykkur tvo um að raka ykkur í kvöld vill enga skeggjaða karla í heitapottin með mér. Ég er meira að segja búin að raka og snyrta haha.

Koma svo strákar verið nú soltið sætir.

Matti - 21/05/09 23:13 #

Ég skal raka á mér punginn :-P

Ætli ég raki ekki á mér fésið annað kvöld. Það verður skemmtiatriði.

Sirrý - 21/05/09 23:36 #

ég skal raka þig er með reynslu. Tek það að mér á morgun.