Örvitinn

Orsök bankahruns fundin

Er ekki nóg komið af þessum fáránleika?

Ég skal taka þetta á mig. Ég ber sök á þessu fjandans hruni. Fjárfestingar mínar í hlutabréfum árið 2007 eru augljóslega það sem rústaði bankakerfinu. Mér þykir það leitt en bara vegna þess að ég tapaði.

Ýmislegt
Athugasemdir

Helgi Briem - 22/05/09 11:15 #

Skammastu þín Matti fyrir að valda þessum ósköpum.

Annars er ég á því að kristnin hafi orsakað hrunið. Þegar maður þarf bara að iðrast til að allt verði fyrirgefið eftir dauðann er augljóslega í fínu lagi að ljúga, svíkja, pretta og stela eins og maður getur til að hafa það fínt í þessu lífi.

Nátthrafn - 22/05/09 11:27 #

"Frjálshyggjufélagið telur ríkisafskipti hafa orsakað hrunið."

Hannes Hólmsteinn, Davíð og fleiri frjálshyggjupostular telja hins vegar að hrunið hafi orsakast af því að fjölmiðlalögin voru ekki samþykkt. Semsagt skortur á ríkisafskiptum hafi orsakað hrunið.

Mótsögn mundu sumir segja, en það er kannski partur af frjálshyggjunni að fara frjálslega með söguskýringar og hafa frelsi til að skipta um skoðun, nú eða bara hafa frelsi til að vera í mótsögn við sjálfan sig :)

Brynjólfur Þór - 22/05/09 17:35 #

Ég var að fatta að ég ber höfuðábyrgð á hruninu. Ég tók bíl á einkaleigu 2006, örlítið lán til að borga upp yfirdrátt 2007, hef starfað allan tímann sem blaðamaður og held í þokkabót með Manchester United. Ég bíð óttasleginn eftir upphringingu frá sérstökum saksóknara. Vonandi að hann sendi ekki menn eftir mér til að draga mig á brott í handjárnum.

Kristján Hrannar - 22/05/09 22:38 #

Ef Brynjólfur hefur einnig stundað kannabisræktun er rafmagnsstóllinn vís.

Annars er reyndar sannleikskorn í þeim sem segja að ríkisábyrgðin hafi spilað inn í. Það sama á við um femínista. Hins vegar er fráleitt að þetta sé einhverjum einum að kenna.

Lárus Viðar - 23/05/09 07:22 #

Alveg er ég viss um að þú hefur keypt þér flatskjá líka. Ó, ef þeir sem fundu upp flatskjáinn vissu hvað þeir ættu eftir að kalla yfir Ísland.