Örvitinn

Matarbúrið á Hálsi

Háls - matarbúriðMatarbúrið

Þegar við skutluðum Einari og Evu heim í gær heimsóttum við Háls í Kjós og keyptum nautakjöt af bóndanum. Nautin eru send í sláturhús en kjötið er verkað á bænum.

Gripum T-bein steikur og tvennskonar sultur í gær. Í búðinni eru pakkað nautakjöt í ýmsum útgáfum og svo töluvert úrval í frysti, t.d. hakk og gúllas.

Við ætlum pottþétt að kíkja aftur á Háls. Ætla að panta lund næst, hún selst víst alltaf upp og grípa hakk og gúllas. Svo ætlar bóndinn að redda beinum því mig vantar nautamerg sem ég ætla að nota í risotto.

Það er ekki nema hálftíma akstur úr Reykjavík að Hálsi, tilvalinn helgarrúntur.

matur
Athugasemdir

BFI - 25/05/09 13:18 #

Spennandi. Mætti ég spurja um kostnað? Í samanburði við að versla út úr búð þeas.

Matti - 25/05/09 13:20 #

Ég hef eiginlega ekki hugmynd um það :-) Skal skella verðinu á steikunum hingað inn þegar ég kem heim.

Baldur Kristjánsson - 25/05/09 13:40 #

Takk fyrir Matthías. Loksins kom eitthvað af viti frá þér. kv. B

Einar - 25/05/09 15:52 #

Verðið á flestum steikumí kringum 3000 kr. sýndist mér(nema kannski lundin akki viss) Eg sá á T-Bone steikunum hjá þér matti að kílóverðið var 2900 kr. Allt kjöt frá Hálsi er eðalkjöt (Galloway kyn) ekki gamlar beljur.

einar - 25/05/09 20:56 #

Sá áðan útlenskar Tbone steikur á 5000 kr kg 95% kjöt og 5% dýraprótein og rotvarnarefni ekki 100% Kjöt Rokdýrt í bónus