Örvitinn

Eru allir prestar klikkaðir?

Hvað er málið með þessa presta? Á sama tíma og séra Svavar á Akureyri fer á kostum (umræða á þessu bloggi) á bloggsíðu sinni neitar kollegi hans, poppfroðubullarinn séra Þórhallur Heimisson, að svara einfaldri spurningu á trú.is. Notar í staðin elstu brellu rökþrota trúmanns og sakar mig um fordóma á hæpnum forsendum. Vill einfaldlega dæma mig úr leik í umræðunni eins og kirkjan hefur gert við gagnrýnendur gegnum aldirnar.

Þrátt fyrir að ég vísi á bloggsíðu mína með innleggjum mínum finnst Þórhalli tilefni til að byrja á því að segja lesendum hvaða hroðalegi maður það er sem er mættur á svæðið. Tilvitnunin í mig er tekin úr vantrúargreininni Gegn boðun hindurvitna.

Þórhallur Heimisson
Séra Þórhallur gengur til kirkju

Til upplýsingar fyrir lesendur hér á tru.is. Matti sá sem hér skrifar er Matthías nokkur Ásgeirsson. Hann hefur skrifað mikið um kirkju og trúmál, meðal annars þetta:

“Þjóðkirkjan fær gríðarlegt fjármagn á hverju ári til þess að troða sínum hindurvitnum út um allt þjóðfélagið. Heljar bransi er í kringum allskonar kukl og fjöldi fólks hefur atvinnu af því að selja öðrum kjaftæði. Vantrúarsinnar láta það ekki trufla sig þó margt fólk hafi kjánalegar hugmyndir. Við gerum okkur grein fyrir því að það er ekki raunhæft markmið að allir hætti að trúa öllu kjaftæði. Markmið Vantrúar er ekki að binda enda á trúarbrögð, banna fólki að dýrka sinn gvuð eða leita til uppáhalds skottulæknis síns - það er augljóslega ekki mögulegt”.

Eins og lesendur sjá er hér á ferð maður sem haldinn er fordómum í garð kirkju og trúar.

Við hann hef ég lítið að segja, hvorki hér né á öðrum vettvangi, fyrr en hann lætur af slíkum skrifum og biður trúað fólk afsökunar á fordómum sínum. #

Getur verið að allir prestar sé klikkaðir eða á það bara við um flesta?

kristni
Athugasemdir

Þórhallur Helgason - 28/05/09 10:32 #

Kannski erfitt að alhæfa um alla presta, allavega eru þessir sem um er rætt 'borderline'. Auk þess er alveg á gráu að koma óorði á hið góða Þórhalls nafn... ;)

Matti - 28/05/09 10:36 #

Hvaða fordómar felast í greininni (og þeim texta) sem þú vitnar í Þórhallur Heimisson vitnar í?

Haukur - 28/05/09 10:39 #

Ég skil ekki. Er Þórhallur Helgason að tala um einhverja grein?

Matti - 28/05/09 10:44 #

Ég skil ekki hvað það er sem þú skilur ekki :-)

Í pistilinum á trú.is talar Þórhallur um grein sem hann las í Fréttablaðinu. Ég vil gjarnan lesa þá grein en Þórhallur vill ekki segja mér hvaða grein þetta er.

Ég var á siglingu í aftakaveðri með Herjólfi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur hér um daginn, þegar ég rakst á enn eina greinina í Fréttablaðinu þar sem sótt var harkalega að Þjóðkirkjunni. „Ríkiskirkjunni“ eins og hún þar var kölluð, „hugsjónalausu kirkjunni“, „embættismannakirkjunni“ og „peningakirkjunni“. Slíkar greinar eru nokkuð algengar

Svo svarar hann í athugasemd og segir að ég sé fordómafullur og vitnar þá í vantrúargrein eftir mig máli sínu til stuðnings. Væntanlega finnst Þórhalli fordómafullt að ég bendli kirkjuna við hindurvitni. Þú veist, kirkjuna sem boðar að Jesús hafi framkvæmt kraftaverk, lifnað upp frá dauðum og svo flogið upp til himna.

Haukur - 28/05/09 10:45 #

Já, ég skil þetta allt - en er það ekki annar Þórhallur sem er mættur hér?

Matti - 28/05/09 10:47 #

Jú, fjandakornið. Ég þarf að hætta að svara athugasemdum á hlaupum í vinnunni :-)

Ég las "Helgason" sem "Heimisson" og hélt í andartek að presturinn hefði húmor fyrir sjálfum sér!

Jón Magnús - 28/05/09 10:48 #

Spenntur að takast á við Þórhall prest?

Matti - 28/05/09 10:51 #

Alltof æstur :-)

Þórhallur Helgason - 28/05/09 10:59 #

Nákvæmlega það sem ég meina með að nafnið sé orðið 'flekkað', verð sennilega að hætta að nota það bara... :D

Matti - 28/05/09 11:00 #

Greinilega :-)

Óli Gneisti - 28/05/09 23:47 #

Það væri áhugavert ef Evrópusambandssinni myndi vísa í skrif Þórhalls um ESB og neita að rökræða við hann um aðildarviðræður vegna fordóma hans gegn sambandinu.